21 apr. 2015 Grindavík-b varð um helgina Íslandsmeistarar B-liða kvenna en þær unnu Keflavík-b í úrslitaleik 62:54 í Kennaraháskólanum á laugardaginn. Liðin sem tóku þátt í vetur voru í deildinni voru Grindavík, Keflavík, Snæfell, Breiðablik og Sindri/Höttur. B-keppni kvenna var nýtt mót í vetur og keppt var á tveim keppnishelgum þar sem liðin spiluðu tvo leiki hvorn dag. Efstu liðin eftir þessar tvær keppnishelgar fóru í úrslitaleikinn. Mikil ánægja var með þessa keppni og verður hún haldin aftur á næsta keppnistímabili og er stefnt á að keppa á þrem helgum yfir veturinn og fá fleiri lið til að taka þátt. KKÍ óskar Grindavíkurstúlkum til hamingju!
Grindavík Íslandsmeistari B-liða kvenna 2015
21 apr. 2015 Grindavík-b varð um helgina Íslandsmeistarar B-liða kvenna en þær unnu Keflavík-b í úrslitaleik 62:54 í Kennaraháskólanum á laugardaginn. Liðin sem tóku þátt í vetur voru í deildinni voru Grindavík, Keflavík, Snæfell, Breiðablik og Sindri/Höttur. B-keppni kvenna var nýtt mót í vetur og keppt var á tveim keppnishelgum þar sem liðin spiluðu tvo leiki hvorn dag. Efstu liðin eftir þessar tvær keppnishelgar fóru í úrslitaleikinn. Mikil ánægja var með þessa keppni og verður hún haldin aftur á næsta keppnistímabili og er stefnt á að keppa á þrem helgum yfir veturinn og fá fleiri lið til að taka þátt. KKÍ óskar Grindavíkurstúlkum til hamingju!