24 mar. 2015 FIBA opinberaði í gær hönnunina á leikvöllunum fyrir EuroBasket 2015. Það er Connor Sports, opinber samstarfsaðili FIBA á leikbúnaði, sem framleiðir leikvöllinn en fyrirtækið er leiðandi í körfuboltaheiminum hvað varðar parket og leikvelli. Connor Sports hefur framleitt til að mynda fjölmörga velli fyrir NBA-lið, lið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum sem og fyrir úrslitaleiki í NCAA undanfarin ár. Hvert land sem heldur riðil á EuroBasket fær völl með sínu þema-lógói á völlinn en Berlín mun skarta lógói úr litum úr fána Þýskalands. Hér fyrir neðan má sjá stutt vídeó af hönnuninni á leikvellinum.
EuroBasket 2015: Leikvöllurinn fyrir keppnina kynntur
24 mar. 2015 FIBA opinberaði í gær hönnunina á leikvöllunum fyrir EuroBasket 2015. Það er Connor Sports, opinber samstarfsaðili FIBA á leikbúnaði, sem framleiðir leikvöllinn en fyrirtækið er leiðandi í körfuboltaheiminum hvað varðar parket og leikvelli. Connor Sports hefur framleitt til að mynda fjölmörga velli fyrir NBA-lið, lið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum sem og fyrir úrslitaleiki í NCAA undanfarin ár. Hvert land sem heldur riðil á EuroBasket fær völl með sínu þema-lógói á völlinn en Berlín mun skarta lógói úr litum úr fána Þýskalands. Hér fyrir neðan má sjá stutt vídeó af hönnuninni á leikvellinum.