17 mar. 2015Í dag, þriðjudaginn 17. mars, verða afhent umferðarverðlaun fyrir seinni hluta Domino´s deildar karla tímabilið 2014-2015. Afhendingin fer fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal kl. 12.00 á 3. hæð í fundarsal E. Að auki verður úrslitakeppninn í Domino's deild karla kynnt sem hefst á fimmtudaginn kemur. Á fundinn mæta því verðlaunahafarnir sem fá umferðarverðlaun auk þess sem helstu fjölmiðlar landsins mæta og þar verða þjálfarar og leikmenn allra liða í úrslitakeppninni á staðnum og til taks fyrir viðtöl og myndatökur.
Domino's deild karla · Umferðarverðlaun seinni hluta og úrslitakeppnin
17 mar. 2015Í dag, þriðjudaginn 17. mars, verða afhent umferðarverðlaun fyrir seinni hluta Domino´s deildar karla tímabilið 2014-2015. Afhendingin fer fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal kl. 12.00 á 3. hæð í fundarsal E. Að auki verður úrslitakeppninn í Domino's deild karla kynnt sem hefst á fimmtudaginn kemur. Á fundinn mæta því verðlaunahafarnir sem fá umferðarverðlaun auk þess sem helstu fjölmiðlar landsins mæta og þar verða þjálfarar og leikmenn allra liða í úrslitakeppninni á staðnum og til taks fyrir viðtöl og myndatökur.