6 mar. 2015Höttur tryggði sér sigur í 1. deild karla á þessu ári í kvöld og þar með fara þeir beint upp í Domino's deild karla. Höttur sigraði lið FSu á heimavelli 94:86 og eru því deildarmeistarar 2014-2015 í 1. deild karla. Næstu fjögur lið, lið í sætum 2-5 leika í úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild að ári en liðin eiga eftir 1-2 leiki í deildarkeppninni áður. KKÍ óskar Hetti til hamingju með titilinn.
Höttur sigurvegarar 1. deildar karla
6 mar. 2015Höttur tryggði sér sigur í 1. deild karla á þessu ári í kvöld og þar með fara þeir beint upp í Domino's deild karla. Höttur sigraði lið FSu á heimavelli 94:86 og eru því deildarmeistarar 2014-2015 í 1. deild karla. Næstu fjögur lið, lið í sætum 2-5 leika í úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild að ári en liðin eiga eftir 1-2 leiki í deildarkeppninni áður. KKÍ óskar Hetti til hamingju með titilinn.