24 feb. 2015
FIBA Europe og Molten hafa opinberað leikboltann fyrir EM í haust. Í fyrsta sinn í sögu EM veðrur sérstakur leikbolti búinn til fyrir mótið en það var einnig gert fyrir HM á Spáni í sumar með góðum árangri og þótti takast einstaklega vel en líkt og nú var boltinn með grafík keppninnar á hliðum. Um er að ræða GL7X bolta sem var nýlega hannaður upp úr GL7 boltanum sem hefur verið notaður á öllum lokamótum FIBA undanfarin ár. Boltinn inniheldur liti allra gestgjafaþjóðanna en merki EuroBasket 2015 er einnig samsett úr þeim litum. Þá er hann einnig með @FIBA Twitter merkinu til stuðnings við miklar vinsældir þess að undanförnu. Almenn sala á boltanum hefst í júní en þangað til geta þeir sem elta FIBA á Facebook, Twitter og Instagram freistað þessa að vinna eitt stykki með því að fylgjast þar með og taka þátt í kynningum frá FIBA á boltanum.