18 feb. 2015 KKÍ hélt blaðamannafund í hádeginu í dag á Sólón þar sem fulltrúar félaganna, þjálfarar og leikmenn mættu og ræddu við fjölmiðla. Að sjálfsögðu munduðu leikmenn sig við bikarinn en þeir Brynjar Þór Björnsson, KR, og Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni mættu fyrir hönd karlaliðanna og Sandra Lind Þrastardóttir, Keflavík, og Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík, mættu fyrir hönd kvennaliðanna. Úrslitaleikur kvenna verður laugardaginn 21. febrúar kl. 13.30 og karlaleikurinn sama dag kl. 16.00. Miðasala er hafin á [v+]http://midi.is/ithrottir/1/8780/Poweradebikarinn_2015 [v-]midi.is[slod-] en fyrir utan að miðinn sé ódýrari í forsölu, þá mælir KKÍ með því að sem flestir geri það til að flýta fyrir og minnka biðraðir í anddyri á leikdegi.
Poweradebikarinn · Úrslitahelgin næstu helgi
18 feb. 2015 KKÍ hélt blaðamannafund í hádeginu í dag á Sólón þar sem fulltrúar félaganna, þjálfarar og leikmenn mættu og ræddu við fjölmiðla. Að sjálfsögðu munduðu leikmenn sig við bikarinn en þeir Brynjar Þór Björnsson, KR, og Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni mættu fyrir hönd karlaliðanna og Sandra Lind Þrastardóttir, Keflavík, og Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík, mættu fyrir hönd kvennaliðanna. Úrslitaleikur kvenna verður laugardaginn 21. febrúar kl. 13.30 og karlaleikurinn sama dag kl. 16.00. Miðasala er hafin á [v+]http://midi.is/ithrottir/1/8780/Poweradebikarinn_2015 [v-]midi.is[slod-] en fyrir utan að miðinn sé ódýrari í forsölu, þá mælir KKÍ með því að sem flestir geri það til að flýta fyrir og minnka biðraðir í anddyri á leikdegi.