3 feb. 2015 Eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins er ljóst hvaða lið leika til úrslita um Poweradebikarinn 2015 í Laugardalshöllinni þann 21. febrúar næstkomandi. Í seinni undanúrslitaleik kvenna var það Grindavík sem lagði Njarðvík í Röstinni og KR hafði betur gegn Tindastól í DHL-höllinni hjá körlunum. Áður hafði Keflavík lagt Hauka í undanúrslitum kvenna og Stjarnan unnið Skallagrím hjá körlunum. Það verða því lið Grindavíkur og Keflavíkur sem mætast í úrslitaleiknum kl. 13.30 og kl. 16.00 eigast við KR og Stjarnan hjá körlunum en leikirnir fara fram eins og áður segir í Laguardalshöllinni laugardaginn 21. febrúar.
Poweradebikarinn · Liðin í úrslitunum 2015
3 feb. 2015 Eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins er ljóst hvaða lið leika til úrslita um Poweradebikarinn 2015 í Laugardalshöllinni þann 21. febrúar næstkomandi. Í seinni undanúrslitaleik kvenna var það Grindavík sem lagði Njarðvík í Röstinni og KR hafði betur gegn Tindastól í DHL-höllinni hjá körlunum. Áður hafði Keflavík lagt Hauka í undanúrslitum kvenna og Stjarnan unnið Skallagrím hjá körlunum. Það verða því lið Grindavíkur og Keflavíkur sem mætast í úrslitaleiknum kl. 13.30 og kl. 16.00 eigast við KR og Stjarnan hjá körlunum en leikirnir fara fram eins og áður segir í Laguardalshöllinni laugardaginn 21. febrúar.