26 jan. 2015Póstmótið hefur verið eitt stærsta yngri flokka mótið undanfarin ár og gengið einstaklega vel. Í ár fer það fram helgina 31. janúar-1. febrúar í Smáranum og iþróttahúsinu í Fagralundi. Mótið er fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára og leikið er í sex aldursflokkum. Spilaðir er 2x12 mín. leikir, gangandi klukka og eru 4 leikmenn inná í einu. Hvert lið spilar að lágmarki 3 leiki, fá verðlaunapening og gjöf frá Póstinum, frítt í sund ásamt því að fara í liðsmyndatöku og ljúka sinni dagskrá á um 3 klukkutímum. Í fyrra voru um 700 keppendur í 130 liðum, við viljum hvetja þjálfara til að skrá frekar fleiri lið en færri og gefa leikmönnum þannig kost á að spila sem flestar mínútur. Mótsgjald er 2.500 kr. á iðkanda og síðasti skráningardagur er mánudagurinn 26. janúar. Skráning og nánari upplýsingar eru á netfanginu [p+]baldurmar@breidablik.is[p-]baldurmar@breidablik.is[slod-].