13 jan. 2015Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér. Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess á Smáþjóðaleikunum og því leitar ÍSÍ til allra sérsambanda, héraðssambanda og nefnda innan sinna vébanda um aðstoð. Markmiðið er að fá 1.200 skráningar sjálfboðaliða. Þegar hafa rúmlega 500 sjálfboðaliðar skráð sig. Stefnan er að loka skráningakerfinu 21. febrúar og þurfum að ná markmiðinu fyrir þann tíma. KKÍ hvetur alla áhugasama um að skrá sig á vef leikanna, [v+]http://www.iceland2015.is/ [v-]iceland2015.is[slod-], og hægt er að taka fram við hvaða viðburð viðkomandi hefur áhuga á að starfa við (t.d körfuknattleiki)