4 jan. 2015 F.v. Hannes Jónsson, Gerður Guðjónsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir, Helgi Már Magnússon, Guðbjörg Norðfjörð, Logi Gunnarsson, Stefán Eggertsson og Pétur Guðmundsson Körfuboltinn átti svo sannarlega sviðið á hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands(ÍSÍ) sem fram fór í gærkvöldi í Gullhömrum í Grafarholti. Stundin var okkar allra en að sjálfsögðu lang mest okkar fólks sem var verðlaunað. Jón Arnór Stefánsson Íþróttamaður ársins 2014, karlalandsliðið okkar Lið ársins 2014 og Pétur Karl Guðmundsson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Já, stundin var og er svo sannalega þessara einstaklinga, fjölskyldna þeirra og alls körfuboltafólks á Íslandi. Jón Arnór er svo sannarlega vel að þessari nafnbót kominn en hann er einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið um það er enginn efi í huga mínum. Hann mun bera kyndil íslensks íþróttafólks á þessu ári eins og Íþróttamenn undanfarinna ára hafa gert og veit ég að Jón Arnór mun gera það afar vel. Jón Arnór og fjölskylda fyrir hönd KKÍ og körfuboltahreyfingarinnar óska ég ykkur til hamingju að vera kjörinn Íþróttamaður ársins 2014. Til hamingju körfuboltahreyfingin á Íslandi, í annað sinn í sögunni eignuðumst við Íþróttamann ársins en við höfum beðið í 48 ár eftir því að eignast Íþróttamann ársins aftur. Kolbeinn Pálsson hlaut þennan titil árið 1966 og það var afar ánægjulegt að hann var viðstaddur þessa útnefningu Jóns Arnórs og gladdist hann mikið að vera búnn að fá annan körfuboltamann með sér í hóp þeirra er hafa hlotið útnefninguna Íþróttamaður árins. Pétur Karl Guðmundsson á svo sannarlega skilið að hafa verið tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ en hann er níundi einstaklingurinn sem tekinn er inn í Heiðurshöllina og sérlega ánægjulegt var að Pétur gat verið með okkur á hófinu og tekið við viðurkenningu sinni. Pétur og fjölskylda fyrir hönd KKÍ og körfuboltahreyfingarinnar óska ég ykkur til hamingju að vera komin í Heiðurshöll ÍSÍ. Karlalandsliðið okkar var með þó nokkrum yfirburðum kosið lið árins og er þetta mikil viðurkenning til marga aðila sem hafa komið að karlalandsliði okkar á síðustu árum en að sjálfsögðu mest leikmönnunum og þjálfurnum sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og tryggt í fyrsta sinn í sögunni sæti á lokamóti EM(EuroBasket). Til hamingju leikmenn og þjálfarar fyrir þessa góðu viðurkenningu. Já, 3. janúar 2015 verður svo sannarlega dagur sem íslensk körfuboltahreyfing gleymir seint og enn einn nýr kafli í körfuboltasöguna hefur verið skrifaður og árið 2014 er ár körfuboltans. Fyrir utan Jón Arnór voru þrjú önnur úr körfuboltanum sem komust á listann sem fengu stig í kjörinu um Íþróttamann ársins en það voru þau; Hlynur Bæringsson, Helena Sverrisdóttur og Hörður Axel Vilhjálmsson og óska ég þeim til hamingju að vera í hópi þeirra 30 einstaklinga sem fengu stig í kjörinu. Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, þjálfari U20 karla liðsins og KR var svo í fjórða sætinu í kjörinu á Þjálfara árins. Körfuboltinn á því fulltrúa í öllum þrem flokkunum sem verðlaunaðir voru og svo fulltrúa í Heiðurshöllina. Það er ljóst að svona frábær árangur verður ekki til nema með mikilli vinnu þessara einstaklinga, fjölskyldna þeirra, þjálfara þeirra og marga sem að starfi körfuboltans koma. Fyrir hönd KKÍ og þeirra einstaklinga sem heiðraðir voru úr röðum körfuboltans þakka ég allar þær fjölmörgu kveðjur sem okkur hefur borist að loknu hófi en allar þessar kveðjur ylja okkur og eru okkur enn meiri hvatning. Það má því alveg seja að körfuboltinn eigi sviðið núna og næstu daga, við eigum öll sem eitt innan körfuboltafjölskyldunnar að njóta stundarinnar og fagna uppskerunni. Hannes S. Jónsson Formaður KKÍ
Til hamingju Jón Arnór og Pétur - frábært ár 2014 kórónað á hófi Íþróttamanns ársins
4 jan. 2015 F.v. Hannes Jónsson, Gerður Guðjónsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir, Helgi Már Magnússon, Guðbjörg Norðfjörð, Logi Gunnarsson, Stefán Eggertsson og Pétur Guðmundsson Körfuboltinn átti svo sannarlega sviðið á hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands(ÍSÍ) sem fram fór í gærkvöldi í Gullhömrum í Grafarholti. Stundin var okkar allra en að sjálfsögðu lang mest okkar fólks sem var verðlaunað. Jón Arnór Stefánsson Íþróttamaður ársins 2014, karlalandsliðið okkar Lið ársins 2014 og Pétur Karl Guðmundsson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Já, stundin var og er svo sannalega þessara einstaklinga, fjölskyldna þeirra og alls körfuboltafólks á Íslandi. Jón Arnór er svo sannarlega vel að þessari nafnbót kominn en hann er einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið um það er enginn efi í huga mínum. Hann mun bera kyndil íslensks íþróttafólks á þessu ári eins og Íþróttamenn undanfarinna ára hafa gert og veit ég að Jón Arnór mun gera það afar vel. Jón Arnór og fjölskylda fyrir hönd KKÍ og körfuboltahreyfingarinnar óska ég ykkur til hamingju að vera kjörinn Íþróttamaður ársins 2014. Til hamingju körfuboltahreyfingin á Íslandi, í annað sinn í sögunni eignuðumst við Íþróttamann ársins en við höfum beðið í 48 ár eftir því að eignast Íþróttamann ársins aftur. Kolbeinn Pálsson hlaut þennan titil árið 1966 og það var afar ánægjulegt að hann var viðstaddur þessa útnefningu Jóns Arnórs og gladdist hann mikið að vera búnn að fá annan körfuboltamann með sér í hóp þeirra er hafa hlotið útnefninguna Íþróttamaður árins. Pétur Karl Guðmundsson á svo sannarlega skilið að hafa verið tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ en hann er níundi einstaklingurinn sem tekinn er inn í Heiðurshöllina og sérlega ánægjulegt var að Pétur gat verið með okkur á hófinu og tekið við viðurkenningu sinni. Pétur og fjölskylda fyrir hönd KKÍ og körfuboltahreyfingarinnar óska ég ykkur til hamingju að vera komin í Heiðurshöll ÍSÍ. Karlalandsliðið okkar var með þó nokkrum yfirburðum kosið lið árins og er þetta mikil viðurkenning til marga aðila sem hafa komið að karlalandsliði okkar á síðustu árum en að sjálfsögðu mest leikmönnunum og þjálfurnum sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og tryggt í fyrsta sinn í sögunni sæti á lokamóti EM(EuroBasket). Til hamingju leikmenn og þjálfarar fyrir þessa góðu viðurkenningu. Já, 3. janúar 2015 verður svo sannarlega dagur sem íslensk körfuboltahreyfing gleymir seint og enn einn nýr kafli í körfuboltasöguna hefur verið skrifaður og árið 2014 er ár körfuboltans. Fyrir utan Jón Arnór voru þrjú önnur úr körfuboltanum sem komust á listann sem fengu stig í kjörinu um Íþróttamann ársins en það voru þau; Hlynur Bæringsson, Helena Sverrisdóttur og Hörður Axel Vilhjálmsson og óska ég þeim til hamingju að vera í hópi þeirra 30 einstaklinga sem fengu stig í kjörinu. Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, þjálfari U20 karla liðsins og KR var svo í fjórða sætinu í kjörinu á Þjálfara árins. Körfuboltinn á því fulltrúa í öllum þrem flokkunum sem verðlaunaðir voru og svo fulltrúa í Heiðurshöllina. Það er ljóst að svona frábær árangur verður ekki til nema með mikilli vinnu þessara einstaklinga, fjölskyldna þeirra, þjálfara þeirra og marga sem að starfi körfuboltans koma. Fyrir hönd KKÍ og þeirra einstaklinga sem heiðraðir voru úr röðum körfuboltans þakka ég allar þær fjölmörgu kveðjur sem okkur hefur borist að loknu hófi en allar þessar kveðjur ylja okkur og eru okkur enn meiri hvatning. Það má því alveg seja að körfuboltinn eigi sviðið núna og næstu daga, við eigum öll sem eitt innan körfuboltafjölskyldunnar að njóta stundarinnar og fagna uppskerunni. Hannes S. Jónsson Formaður KKÍ