1 des. 2014FIBA Europe hefur gefið út röð liða sem dregin verða í riðla fyrir EuroBasket 2015 sem fram fer 5.-20. september í fjórum löndum. Drátturinn fer fram mánudaginn 8. desember næstkomandi kl. 15.00 og verða fulltrúar KKÍ viðstaddir dráttinn sem fram fer í París í Frakklandi. Drátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Liðum er raðað upp eftir árangri þeirra í undankeppninni og síðasta lokamóti EM 2013 þar sem Frakkar stóðu uppi sem sigurvegarar. Ísland verður í 6. styrkleikaflokki og getur því ekki lent í riðli með Hollandi, Rússland eða Eistlandi þar sem aðeins eitt lið úr hverjum flokki fer í hvern riðil. Það er því ljóst að Ísland mun ekki spila í Lettlandi þar sem Lettar hafa valið Eistland með sér í riðil fyrir dráttinn og Ísland á leiðinni til Frakklands, Þýskalands eða Króatíu á EuroBasket 2015. Hver þjóð sem heldur riðil hafði tök á að semja við eitt lið um að leika með sér í riðli fyrirfram. Þar ráða markaðslegir þættir hlut að máli sem og stuttur tími sem var við undirbúning keppninnar þar sem hún átti upprunalega að fara fram í Úkraínu. Vegna ástandsins í landsmálum þar var mótið tekið af Úkraínu og það í fyrsta sinn brotið upp á fjögur lönd. Úrslitin fara svo fram í Frakklandi. Löndin sem leika saman í riðlum áður en dregið er eru: (styrkleikaflokkur innan sviga) -Frakkland(1) og Finnland(2) -Þýskaland(5) og Tyrkland(4) -Króatía(1) og Slóvenía(2) -Lettland(3) og Eistland(6) Áhugasamir geta svo farið í að setja saman sína óska riðla og mótherja. Möguleg útkoma sem dæmi gæti verið eftirfarandi riðill: Spánn-Serbía-Tyrkland-Ítalía-Þýskaland-Ísland eða Frakkland-Finnland-Grikkland-Pólland-Tékkland-Ísland Eftirfarandi listi sýnir styrkleikaflokkana sex og röð liða: 1. Frakkland Litháen Spánn Króatía 2. Slóvenía Úkraína Serbía Finnland 3. Grikkland Tyrkland Lettland Bosnía 4. Pólland Belgía Makedónía Ítalía 5. Þýskaland Ísrael Tékkland Georgía 6. Holland Rússland Ísland Eistland
Styrkleikaröðun FIBA Europe fyrir dráttinn
1 des. 2014FIBA Europe hefur gefið út röð liða sem dregin verða í riðla fyrir EuroBasket 2015 sem fram fer 5.-20. september í fjórum löndum. Drátturinn fer fram mánudaginn 8. desember næstkomandi kl. 15.00 og verða fulltrúar KKÍ viðstaddir dráttinn sem fram fer í París í Frakklandi. Drátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Liðum er raðað upp eftir árangri þeirra í undankeppninni og síðasta lokamóti EM 2013 þar sem Frakkar stóðu uppi sem sigurvegarar. Ísland verður í 6. styrkleikaflokki og getur því ekki lent í riðli með Hollandi, Rússland eða Eistlandi þar sem aðeins eitt lið úr hverjum flokki fer í hvern riðil. Það er því ljóst að Ísland mun ekki spila í Lettlandi þar sem Lettar hafa valið Eistland með sér í riðil fyrir dráttinn og Ísland á leiðinni til Frakklands, Þýskalands eða Króatíu á EuroBasket 2015. Hver þjóð sem heldur riðil hafði tök á að semja við eitt lið um að leika með sér í riðli fyrirfram. Þar ráða markaðslegir þættir hlut að máli sem og stuttur tími sem var við undirbúning keppninnar þar sem hún átti upprunalega að fara fram í Úkraínu. Vegna ástandsins í landsmálum þar var mótið tekið af Úkraínu og það í fyrsta sinn brotið upp á fjögur lönd. Úrslitin fara svo fram í Frakklandi. Löndin sem leika saman í riðlum áður en dregið er eru: (styrkleikaflokkur innan sviga) -Frakkland(1) og Finnland(2) -Þýskaland(5) og Tyrkland(4) -Króatía(1) og Slóvenía(2) -Lettland(3) og Eistland(6) Áhugasamir geta svo farið í að setja saman sína óska riðla og mótherja. Möguleg útkoma sem dæmi gæti verið eftirfarandi riðill: Spánn-Serbía-Tyrkland-Ítalía-Þýskaland-Ísland eða Frakkland-Finnland-Grikkland-Pólland-Tékkland-Ísland Eftirfarandi listi sýnir styrkleikaflokkana sex og röð liða: 1. Frakkland Litháen Spánn Króatía 2. Slóvenía Úkraína Serbía Finnland 3. Grikkland Tyrkland Lettland Bosnía 4. Pólland Belgía Makedónía Ítalía 5. Þýskaland Ísrael Tékkland Georgía 6. Holland Rússland Ísland Eistland