29 nóv. 2014Á morgun sunnudag verður dregið í riðla yngri landsliða hjá FIBA Europe en drátturinn fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Hægt verður að fylgjast með honum beint á vef FIBA Europe og hefst hann kl. 08.30 að íslenskum tíma. Íslensku unglingalandsliðin okkar verða með í drættinum á morgun en í sumar munu U18 karla leika í B-deild í Austurríki dagana 23. júlí - 2. ágúst og U18 kvenna leika í B-deild 30. júlí - 9. ágúst í Rúmeníu. U16 drengir leika í B-deild 6. ágúst-16. ágúst í Búlgaríu og U16 stúlkur leika í C-deild í Andorra dagana 20-26. júlí (væntanlega leikið í tveim riðlum sem dregið verður í á morgun).
Dregið í riðla fyrir Evrópukeppnir yngrli landsliða
29 nóv. 2014Á morgun sunnudag verður dregið í riðla yngri landsliða hjá FIBA Europe en drátturinn fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Hægt verður að fylgjast með honum beint á vef FIBA Europe og hefst hann kl. 08.30 að íslenskum tíma. Íslensku unglingalandsliðin okkar verða með í drættinum á morgun en í sumar munu U18 karla leika í B-deild í Austurríki dagana 23. júlí - 2. ágúst og U18 kvenna leika í B-deild 30. júlí - 9. ágúst í Rúmeníu. U16 drengir leika í B-deild 6. ágúst-16. ágúst í Búlgaríu og U16 stúlkur leika í C-deild í Andorra dagana 20-26. júlí (væntanlega leikið í tveim riðlum sem dregið verður í á morgun).