24 nóv. 2014 Nú rétt í þessu undirrituðu Körfuknattleikssambands Íslands og flutningafyrirtækið DHL Express nýjan samning sem gerir DHL að einum af aðal styrktaraðilum körfuknattleiks á Íslandi til þriggja ára. Körfuboltinn er í mikilli sókn hér á landi en sem kunnugt er tryggði karlalandsliðið sér þátttökurétt á lokamóti Evrópukeppninnar sem fram fer á næsta ári. Í tilefni samningsins voru þeir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Hafþór Júlíus Björnsson, einn sterkasti maður heims, og grínistinn Steindi Jr. fengnir til að reyna sig í troðslukeppni og þriggja stiga keppni í körfubolta í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Það er ekki að ástæðulausu sem þessir þrír kappar voru valdir til að keppa sín á milli í körfubolta. Hafþór Júlíus var einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins og lék í yngri landsliðum Íslands áður en hann snéri sér að kraftlyftingum. Illugi Gunnarsson er ráðherra íþróttamála en Steindi Jr. lék sér stundum í körfubolta á sínum yngri árum – að því að best er vitað. Til að gæta allrar sanngirni, og til að vega upp hæðar- og stærðarmun, fá menntamálaráðherra og grínistinn að stökkva á trampólíni til að reyna að troða boltanum ofan í körfuna. Frétir og myndir af keppninni má síðan sjá á [v+]https://www.facebook.com/kki.islands [v-]facebook-síðu KKÍ[slod-]. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL Express á Íslandi, dæmdu keppnina um leið og þeir undirrituðu samstarfssamninginn.
DHL Express á Íslandi verður einn af aðalstyrktaraðilum KKÍ
24 nóv. 2014 Nú rétt í þessu undirrituðu Körfuknattleikssambands Íslands og flutningafyrirtækið DHL Express nýjan samning sem gerir DHL að einum af aðal styrktaraðilum körfuknattleiks á Íslandi til þriggja ára. Körfuboltinn er í mikilli sókn hér á landi en sem kunnugt er tryggði karlalandsliðið sér þátttökurétt á lokamóti Evrópukeppninnar sem fram fer á næsta ári. Í tilefni samningsins voru þeir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Hafþór Júlíus Björnsson, einn sterkasti maður heims, og grínistinn Steindi Jr. fengnir til að reyna sig í troðslukeppni og þriggja stiga keppni í körfubolta í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Það er ekki að ástæðulausu sem þessir þrír kappar voru valdir til að keppa sín á milli í körfubolta. Hafþór Júlíus var einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins og lék í yngri landsliðum Íslands áður en hann snéri sér að kraftlyftingum. Illugi Gunnarsson er ráðherra íþróttamála en Steindi Jr. lék sér stundum í körfubolta á sínum yngri árum – að því að best er vitað. Til að gæta allrar sanngirni, og til að vega upp hæðar- og stærðarmun, fá menntamálaráðherra og grínistinn að stökkva á trampólíni til að reyna að troða boltanum ofan í körfuna. Frétir og myndir af keppninni má síðan sjá á [v+]https://www.facebook.com/kki.islands [v-]facebook-síðu KKÍ[slod-]. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL Express á Íslandi, dæmdu keppnina um leið og þeir undirrituðu samstarfssamninginn.