19 nóv. 2014Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir nokkur mál og hér eru úrskurðir hennar. Mál nr. 8/2014-2015: Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Stjörnunnar, fá eins leiks banns vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Keflavík í unglingaflokki karla, sem leikinn var 14. nóvember 2014". Mál nr. 9/2014-2015: Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Tindastóls í unglingaflokki karla, sem leikinn var 16. nóvember 2014". Mál nr. 10/2014-2015: Með vísan til ákvæðis d. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR, sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Tindastóls í unglingaflokki karla, sem leikinn var 16. nóvember 2014". Mál nr. 11/2014-2015: Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Andrew Nelly, leikmaður Sindra, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Ármanns og Sindra í 2. deild, Meistaraflokki karla, sem leikinn var 14. nóvember 2014".