15 nóv. 2014Í gær á stjórnarfundi FIBA Europe var ákveðið hvaða lönd munu halda EM unglingaliða næsta sumar. Metfjöldi þáttökulanda er að þessu sinni á EM en 237 lið taka þátt í 16 mótum yngri landsliða í Evrópu en mótin eru: U20 stúlkur A og B deild, U20 drengir A og B deild, U18 stúlkur A, B og C deild, U18 drengir A, B og C deild, U16 stúlkur A, B og deild og drengir A, B og C deild. Eins og fram hefur komið munu okkar U18 drengir og stúlkur og U16 drengir og stúlkur spila á EM næsta sumar eða fjögur lið af sex sem við getum sent en U20 liðin okkar eru ekki send á EM U18 strákar: EM B-deild 23.júlí-2.ágúst í Austurríki en staðseting/borg ekki ákveðin U18 stelpur: EM B-deild 30.júlí-9.ágúst í Rúmeníu (Búkarest) U16 strákar: EM B-deild 6.ágúst-16.ágúst í Búlgaríu ( Sofia ) U16 stelpur: EM C-deild í júli í Andorra en Andorra var gefin frestur til loka nóvemer/byrjun desember til að koma með endanlega dagsetningu í samræmi við keppnisdagatal FIBA Europe.
Staðsetning EM móta yngri landsliða næsta sumar
15 nóv. 2014Í gær á stjórnarfundi FIBA Europe var ákveðið hvaða lönd munu halda EM unglingaliða næsta sumar. Metfjöldi þáttökulanda er að þessu sinni á EM en 237 lið taka þátt í 16 mótum yngri landsliða í Evrópu en mótin eru: U20 stúlkur A og B deild, U20 drengir A og B deild, U18 stúlkur A, B og C deild, U18 drengir A, B og C deild, U16 stúlkur A, B og deild og drengir A, B og C deild. Eins og fram hefur komið munu okkar U18 drengir og stúlkur og U16 drengir og stúlkur spila á EM næsta sumar eða fjögur lið af sex sem við getum sent en U20 liðin okkar eru ekki send á EM U18 strákar: EM B-deild 23.júlí-2.ágúst í Austurríki en staðseting/borg ekki ákveðin U18 stelpur: EM B-deild 30.júlí-9.ágúst í Rúmeníu (Búkarest) U16 strákar: EM B-deild 6.ágúst-16.ágúst í Búlgaríu ( Sofia ) U16 stelpur: EM C-deild í júli í Andorra en Andorra var gefin frestur til loka nóvemer/byrjun desember til að koma með endanlega dagsetningu í samræmi við keppnisdagatal FIBA Europe.