7 nóv. 2014Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka þann 15. nóvember á miðnætti fyrir meistaraflokka og unglingaflokka karla og kvenna. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil. Vert er að benda á að venslasamningar lúta sömu reglum og félagaskipti leikmanna og að þeir gilda fyrir leikmenn til 24 ára aldurs og fyrir þá sem eru 20 til 24 þurfa því að huga að því fyrir 15. nóvember. Það þýðir að frá og með 16. nóvember og til áramóta er glugginn lokaður og svo er hann opinn allan janúar frá þeim 1. til og með 31. janúar. Þá lokar glugginn í annað sinn og verður lokaður út keppnistímabilið. Þeir sem hafa hug á að skipta er því bent á að vera með allt klárt tímanlega því leikmenn eldri en 20 ára þurfa einnig að huga að því að félagið sem gengið er í sé einnig skuldlaust við KKÍ fyrir lok 15. nóvember. Þar sem lokun gluggans ber í ár upp á laugardegi er heimilt að skila inn gögnum og greiða upp skuldir allan laugardainn til miðnættis þann 15. nóvember. en öllu jafna miðast afgreiðsla félagskipta við fyrir kl. 16.00 virka daga. Úr reglugerð um félagskipti: Við lok félagaskiptaglugga hverju sinni skal heimila skilum á félagaskiptagögnum og greiðslum á félagaskiptagjöldum leikmanna innan þess dags áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti. Félög skulu einnig vera búinn að gera upp við KKÍ í þeim tilfellum þar sem leikmenn eru eldri en 20 ára. Við lok félagskiptaglugga og vegna félagaskipta erlendra leikmanna mega gögn berast eftir lokun gluggans um staðfestingu frá viðeigandi stofnun og LOC. Þó skal senda beiðni á skrifstofu KKÍ um LOC fyrir lok gluggans.
Félagaskiptaglugginn lokar 15. nóvember
7 nóv. 2014Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka þann 15. nóvember á miðnætti fyrir meistaraflokka og unglingaflokka karla og kvenna. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil. Vert er að benda á að venslasamningar lúta sömu reglum og félagaskipti leikmanna og að þeir gilda fyrir leikmenn til 24 ára aldurs og fyrir þá sem eru 20 til 24 þurfa því að huga að því fyrir 15. nóvember. Það þýðir að frá og með 16. nóvember og til áramóta er glugginn lokaður og svo er hann opinn allan janúar frá þeim 1. til og með 31. janúar. Þá lokar glugginn í annað sinn og verður lokaður út keppnistímabilið. Þeir sem hafa hug á að skipta er því bent á að vera með allt klárt tímanlega því leikmenn eldri en 20 ára þurfa einnig að huga að því að félagið sem gengið er í sé einnig skuldlaust við KKÍ fyrir lok 15. nóvember. Þar sem lokun gluggans ber í ár upp á laugardegi er heimilt að skila inn gögnum og greiða upp skuldir allan laugardainn til miðnættis þann 15. nóvember. en öllu jafna miðast afgreiðsla félagskipta við fyrir kl. 16.00 virka daga. Úr reglugerð um félagskipti: Við lok félagaskiptaglugga hverju sinni skal heimila skilum á félagaskiptagögnum og greiðslum á félagaskiptagjöldum leikmanna innan þess dags áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti. Félög skulu einnig vera búinn að gera upp við KKÍ í þeim tilfellum þar sem leikmenn eru eldri en 20 ára. Við lok félagskiptaglugga og vegna félagaskipta erlendra leikmanna mega gögn berast eftir lokun gluggans um staðfestingu frá viðeigandi stofnun og LOC. Þó skal senda beiðni á skrifstofu KKÍ um LOC fyrir lok gluggans.