7 nóv. 2014KKÍ hefur sett á fót B-deild kvenna í körfuknattleik. Fimm lið eru skráð til leiks en það eru Breiðablik, Grindavík, Höttur/Sindri, Keflavík og Snæfell. Fyrirkomulagið er fimm liða deild með einni umferð sem gerir fjóra leiki í heild sinni á mótinu á lið. Á laugardaginn verða spilaðir tveir leikir á lið og svo verða hinir tveir leikirnir spilaðir 14. mars og tilkynnist staðsetning á þeim leikjum síðar. Tvö efstu liðin fara í úrslitaleikinn sem verður í Kennaraháskólanum 18. apríl. Mótið um helgina fer fram í Smáranum í umsjón Breiðabliks. Dagskráin þessa helgi: Kl. 12.30 Breiðablik – Keflavík Kl. 13.45 Grindavík – Snæfell Kl. 15.00 Höttur – Keflavík Kl. 16.15 Breiðablik – Snæfell Kl. 17.30 Grindavík - Höttur Reglur: Lengd leikja verður 4x8 mínútur. Allar aðrar leikreglur gilda. Tíu mínútuhæstu að meðaltali leikmenn meistaraflokks eru ólöglegir. Er miðað við spilatíma á Íslandsmóti. Myndbrot frá fyrsta leiknum má sjá á Facebook síðu [v+]https://www.facebook.com/video.php?v=696336057129229&set=vb.337987076297464&type=2&theater[v-]KKÍ[slod-]. Myndir frá deginum má sjá á [v+]https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10205442672451374&set=pcb.10205442677531501&type=1&theater[v-]Facebook[slod-].