5 nóv. 2014Síðastliðinn laugardag mættu Íslandsmeistarar KR á Flúðir til að keppa við lið Hrunamanna í 32ja liða úrslitum Powerade bikarsins. Hrunamenn ákváðu að slá til veislu í samráði við KR og mættu gestirnir um hádegisbil í Flúðaskóla. Þar fóru leikmenn beggja liða í ýmsa leiki með ungum og efnilegum körfuboltaiðkendum frá Flúðum og nærliggjandi sveitum. Hátíðin tókst einstaklega vel og skinu brosin á andlitum allra sem mættu en þó ekki síst á leikmönnunum sem tóku þátt. Á meðan liðin hituðu upp var boðið uppá Domino‘s pizzur svo allir hefðu orku til að hvetja liðin áfram. Deginum lauk svo með leik KR og Hrunamanna.
Vel heppnuð Körfuboltahátíð í Uppsveitum
5 nóv. 2014Síðastliðinn laugardag mættu Íslandsmeistarar KR á Flúðir til að keppa við lið Hrunamanna í 32ja liða úrslitum Powerade bikarsins. Hrunamenn ákváðu að slá til veislu í samráði við KR og mættu gestirnir um hádegisbil í Flúðaskóla. Þar fóru leikmenn beggja liða í ýmsa leiki með ungum og efnilegum körfuboltaiðkendum frá Flúðum og nærliggjandi sveitum. Hátíðin tókst einstaklega vel og skinu brosin á andlitum allra sem mættu en þó ekki síst á leikmönnunum sem tóku þátt. Á meðan liðin hituðu upp var boðið uppá Domino‘s pizzur svo allir hefðu orku til að hvetja liðin áfram. Deginum lauk svo með leik KR og Hrunamanna.