30 okt. 2014Dregið verður í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneyland í París þann 8. desember n.k. kl.15:00 að íslenskum tíma. Í fyrsta sinn í sögu Evrópukeppninnar verður Ísland eitt 24 þátttökuþjóða. Riðlakeppnin hefst 5. september. Riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum en leikið verður í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Krótatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í hinni fögru borg Lille í Frakklandi í hinni stórbrotnu Lille Arena sem rúmar 27.000 manns í sæti. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum 2016 sem fara fram í Rio de Janeiro í Brasilíu en liðin sem enda í sæti 3.-6. Tryggja sér rétt til að spila í undankeppni FIBA fyrir Ólympíuleikana. Þetta er í fyrsta sinn í 80 ára sögu Evrópumótsins sem riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum. 29. nóvember verður dregið í riðla fyrir Evrópumót kvenna í Búdapest í Ungverjalandi en mótið verður haldið í Ungverjalandi og Rúmeníu sumarið 2015.
EM 2015: Dregið í Disneyland í París
30 okt. 2014Dregið verður í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneyland í París þann 8. desember n.k. kl.15:00 að íslenskum tíma. Í fyrsta sinn í sögu Evrópukeppninnar verður Ísland eitt 24 þátttökuþjóða. Riðlakeppnin hefst 5. september. Riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum en leikið verður í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Krótatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í hinni fögru borg Lille í Frakklandi í hinni stórbrotnu Lille Arena sem rúmar 27.000 manns í sæti. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum 2016 sem fara fram í Rio de Janeiro í Brasilíu en liðin sem enda í sæti 3.-6. Tryggja sér rétt til að spila í undankeppni FIBA fyrir Ólympíuleikana. Þetta er í fyrsta sinn í 80 ára sögu Evrópumótsins sem riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum. 29. nóvember verður dregið í riðla fyrir Evrópumót kvenna í Búdapest í Ungverjalandi en mótið verður haldið í Ungverjalandi og Rúmeníu sumarið 2015.