16 okt. 2014FIBA Europe tilkynnti í dag að dregið verður í riðla á lokakeppni Evrópumótsins, EuroBasket 2015 mánudaginn 8. desember í París. Þá kemur í ljós hvar og gegn hverjum Ísland spilar en riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum, Frakklandi, Króatíu, Þýskalandi og Lettlandi. Riðlakeppnin fer fram dagana 5.-12. september 2015 og þá tekur við úrslitakeppni og svo verður úrslitaleikurinn 20. september. Löndin sem verða í pottinum 8. desember verða Ísland, Belgía, Frakkland, Ísrael, Rússland, Bosnía, Makedónía, Ítalía, Serbía, Króatía, Georgía, Lettland, Slóvenía, Tékkland, Þýskaland, Litháen, Spánn, Eistland, Grikkland, Holland, Tyrkland, Finnland, Pólland og Úkraína.
EuroBasket 2015 · Dregið 8. desember í riðla
16 okt. 2014FIBA Europe tilkynnti í dag að dregið verður í riðla á lokakeppni Evrópumótsins, EuroBasket 2015 mánudaginn 8. desember í París. Þá kemur í ljós hvar og gegn hverjum Ísland spilar en riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum, Frakklandi, Króatíu, Þýskalandi og Lettlandi. Riðlakeppnin fer fram dagana 5.-12. september 2015 og þá tekur við úrslitakeppni og svo verður úrslitaleikurinn 20. september. Löndin sem verða í pottinum 8. desember verða Ísland, Belgía, Frakkland, Ísrael, Rússland, Bosnía, Makedónía, Ítalía, Serbía, Króatía, Georgía, Lettland, Slóvenía, Tékkland, Þýskaland, Litháen, Spánn, Eistland, Grikkland, Holland, Tyrkland, Finnland, Pólland og Úkraína.