16 okt. 2014FIBA Europe tilkynnti í dag að dregið verður í riðla á lokakeppni Evrópumótsins, EuroBasket 2015 mánudaginn 8. desember í París. Þá kemur í ljós hvar og gegn hverjum Ísland spilar en riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum, Frakklandi, Króatíu, Þýskalandi og Lettlandi. Riðlakeppnin fer fram dagana 5.-12. september 2015 og þá tekur við úrslitakeppni og svo verður úrslitaleikurinn 20. september. Löndin sem verða í pottinum 8. desember verða Ísland, Belgía, Frakkland, Ísrael, Rússland, Bosnía, Makedónía, Ítalía, Serbía, Króatía, Georgía, Lettland, Slóvenía, Tékkland, Þýskaland, Litháen, Spánn, Eistland, Grikkland, Holland, Tyrkland, Finnland, Pólland og Úkraína.