14 sep. 2014Í kvöld er komið að stóru stundinni en þá verður leikið til úrslita um heimsmeistaratitilinn í körfubolta í Palacio de los Deportes höllinni í Madrid á Spáni. Það verða Bandaríkin og Serbía sem leika til úrslita en þetta er í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í úrslitum (Bandaríkin og fyrrum Júgóslavía hafa mæst áður). Leikurinn kl. 19.00 á íslenskum tíma en RÚV íþróttir mun sýna leikinn beint í sjónvarpinu og á netinu á [v+]http://www.ruv.is/ithrottaras [v-]ruv.is/ithrottaras[slod-]. Útsending hefst um 18.50 en Benedikt Guðmundsson mun lýsa af sinni alkunnu snilld. Milljónir manna munu fylgjast með leiknum í yfir 175 löndum bæði í sjónvarpi og í netútsendingu og því sannkölluð körfuboltaveisla framundan. Bandaríkinn eru núverandi meistarar síðan þeir hömpuðu Naismith-bikarnum í Tyrklandi 2010 en aðeins tvö lið hafa afrekað það áður að vinna bikarinn tvisvar í röð en landslið Serbíu eru sannarlega vel að þvi komnir að leika til úrslita og allt getur gerst í kvöld.