11 sep. 2014Í gær lauk 8-liða úrslitunum á HM á Spáni og er óhætt að segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós. Fyrst lögðu Serbar sterkt lið Brasilíu verðskuldað og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum og það í fjórða sinn af síðustu fimm heimsmeistarakeppnum sem er frábær árangur. Serbar höfðu tapað fyrir Brasilíu í riðlakeppninni en í þetta sinn höfðu þeir betur og sendu Brasilíu heim. [v+]http://youtu.be/LXom2cxxueo [v-]Helstu tilþrif[slod-] úr leik Serbíu og Brasilíu. Í seinni leik dagsins áttust við heimamenn Spánverjar og Evrópumeistarar Frakka. Fyrirfram var búist við sigri Spánverja á liði Frakka sem leika til að mynda á sínar helstu stjörnu Tony Parker, leikmanni San Antonio Spurs. Annað kom á daginn og eftir að hafa verið ávalt skrefi á undan stjörnuprýddu liði Spánverja þá sigruðu Frakkar í hörkuleik og eru í fyrsta sinn komnir áfram í undanúrslit á HM. Liðin áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar og þá töpuðu Frakkar en líkt og Serbía, hafa þeir lært af reynslunni og höfðu betur nú, þegar allt var undir. [v+]http://youtu.be/jdNdXfMQIPA [v-]Helstu tilþrif[slod-] úr leik Frakklands og Spánar. Það verða því Frakkland og Serbía og Bandaríkinn og Litháen sem eigast við í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins 2014. RÚV íþróttir sýnir alla leikina sem eftir eru á mótinu í beinni útsendingu en í kvöld er það Bandaríkinn-Litháen sem hefst kl. 19.00. Góða skemmtun!
HM á Spáni · Heimamenn úr leik
11 sep. 2014Í gær lauk 8-liða úrslitunum á HM á Spáni og er óhætt að segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós. Fyrst lögðu Serbar sterkt lið Brasilíu verðskuldað og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum og það í fjórða sinn af síðustu fimm heimsmeistarakeppnum sem er frábær árangur. Serbar höfðu tapað fyrir Brasilíu í riðlakeppninni en í þetta sinn höfðu þeir betur og sendu Brasilíu heim. [v+]http://youtu.be/LXom2cxxueo [v-]Helstu tilþrif[slod-] úr leik Serbíu og Brasilíu. Í seinni leik dagsins áttust við heimamenn Spánverjar og Evrópumeistarar Frakka. Fyrirfram var búist við sigri Spánverja á liði Frakka sem leika til að mynda á sínar helstu stjörnu Tony Parker, leikmanni San Antonio Spurs. Annað kom á daginn og eftir að hafa verið ávalt skrefi á undan stjörnuprýddu liði Spánverja þá sigruðu Frakkar í hörkuleik og eru í fyrsta sinn komnir áfram í undanúrslit á HM. Liðin áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar og þá töpuðu Frakkar en líkt og Serbía, hafa þeir lært af reynslunni og höfðu betur nú, þegar allt var undir. [v+]http://youtu.be/jdNdXfMQIPA [v-]Helstu tilþrif[slod-] úr leik Frakklands og Spánar. Það verða því Frakkland og Serbía og Bandaríkinn og Litháen sem eigast við í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins 2014. RÚV íþróttir sýnir alla leikina sem eftir eru á mótinu í beinni útsendingu en í kvöld er það Bandaríkinn-Litháen sem hefst kl. 19.00. Góða skemmtun!