6 sep. 2014Í dag er komið að 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu í körfubolta á Spáni. Eftir riðlakeppnina og hvíldardag í gær er ljóst hvaða lið fara í úrslit og þar eru fjórir leikir á dagskránni í dag. Fyrirfram mætti áætla að leikur Frakklands og Króatíu gæti orðið skemmtileg viðureign á að horfa en á morgun mætast Serbía og Grikkland og svo nágrannarnir Brasilía og Argentína í leikjum sem vert er að mæla með. Mikið er undir en sigurvegararnir fara í 8-liða úrslit á meðan þeir sem lúta í lægra halda hafa lokið keppni á HM 2014. Leikir dagsins 6. september að íslenskum tíma: Bandaríkin - Mexíkó kl. 14.00 Frakkland - Króatía kl. 16.00 Dóminíska Lýðveldið - Slóvenía kl. 18.00 Spánn - Senegal kl. 20.00 Sunnudagurinn 7. september Nýja Sjáland - Litháen kl. 14.00 Serbía - Grikkland kl. 16.00 Tyrkland - Ástralía kl. 18.00 Brasilía - Argentína kl. 20.00 KKÍ minnir alla áhugasama á að hægt er að kaupa sér áskrift að mótinu á $5.99 á netinu í gegnum KKÍ [v+]http://www.kki.is/spain2014.asp[v-]og er hægt að lesa nánar um það hérna[slod-].