5 sep. 2014ÍSÍ er byrjað að undirbúa Smáþjóðaleikana sem fara fram á Íslandi næsta sumar dagana 1.-6. júní. Körfuboltakeppnin verður meðal stærstu viðburða að venju og fer öll keppninn fram í Laugardalshöllinni. Það er því sannkölluð körfuboltaveisla framundan en bæði lið karla og kvenna munu leika fyrir Íslands hönd á mótinu. Nú hefur stór auglýsing verið hengd upp á gafli ÍSÍ í Laugardalnum og þar er það Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Keflavíkur, sem sést þar leika körfuknattleik við Svartafoss. Myndin er liður í auglýsingaherferð leikanna þar sem hinar ýmsu íþróttagreinar eru myndaðar í íslenskri náttúru. Hægt er að lesa nánar um málið í [v+]http://www.iceland2015.is/islenska/frettir/frett/2014/09/03/Natturulegur-kraftur-a-byggingu-ISI/ [v-]frétt ÍSÍ [slod-] á heimasíðu þeirra.
Smáþjóðaleikarnir næsta sumar
5 sep. 2014ÍSÍ er byrjað að undirbúa Smáþjóðaleikana sem fara fram á Íslandi næsta sumar dagana 1.-6. júní. Körfuboltakeppnin verður meðal stærstu viðburða að venju og fer öll keppninn fram í Laugardalshöllinni. Það er því sannkölluð körfuboltaveisla framundan en bæði lið karla og kvenna munu leika fyrir Íslands hönd á mótinu. Nú hefur stór auglýsing verið hengd upp á gafli ÍSÍ í Laugardalnum og þar er það Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Keflavíkur, sem sést þar leika körfuknattleik við Svartafoss. Myndin er liður í auglýsingaherferð leikanna þar sem hinar ýmsu íþróttagreinar eru myndaðar í íslenskri náttúru. Hægt er að lesa nánar um málið í [v+]http://www.iceland2015.is/islenska/frettir/frett/2014/09/03/Natturulegur-kraftur-a-byggingu-ISI/ [v-]frétt ÍSÍ [slod-] á heimasíðu þeirra.