31 ágú. 2014Jón Arnór Stefánsson bætti stigametið hjá íslenskum leikmanni í Evrópuleikjum í leiknum á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Jón Arnór skoraði 21 stig í leiknum en hann þurfti bara 8 stig til að taka metið af Guðmundi Bragasyni. Guðmundur Bragason skoraði á sínum tíma 576 stig í 45 landsleikjum eða 13,1 stig að meðaltali í leik. Guðmundur og Jón Arnór eru ekki einu meðlimirnir í 500 stiga klúbbnum því Herbert Arnarson skoraði nákvæmlega 500 stig í sínum 48 Evrópuleikjum. Jón Arnór þurfti 7 stig til að jafna met Guðmundar og hann var fljótur af því í Bosníuleiknum. Jón var kominn með sjö stig á fyrstu þremur mínútum leiksins og bætti síðan metið með því að smella niður þriggja stiga körfu og koma Íslandi í 10-8 þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru liðnar. Jón Arnór Stefánsson er nú kominn með 590 stig og fer að öllu eðlilegu yfir 600 stiga múrinn í fyrsta leik á Evrópumótinu á næsta ári. Jón Arnór hefur skorað þessi 590 stig í 40 leikjum sem gera 14,8 stig að meðaltali í leik. Logi Gunnarsson er hæstur á listanum af hinum núverandi leikmönnum íslenska liðsins en Loga vantar nú "aðeins" 15 stig til að taka fjórða sætið af Teiti Örlygssyni en þeir félagar munu vinna saman hjá Njarðvikurliðinu í Domino's deildinni í vetur. FLEST STIG FYRIR ÍSLAND Í EVRÓPUKEPPNI: Jón Arnór Stefánsson 590 stig (14,8 stig í leik) Guðmundur Bragason 576 (13,1) Herbert Arnarson 500 (10,6) Teitur Örlygsson 461 (12,8) Logi Gunnarsson 446 (9,7) Valur Ingimundarson 360 (11,2) Helgi Jónas Guðfinnsson 345 (11,5) Jakob Örn Sigurðarson 320 (11,0) FLESTIR TUTTUGU STIGA LEIKIR Í EVRÓPUKEPPNI: 11 - Jón Arnór Stefánsson 6 - Pétur Guðmundsson 6 - Guðmundur Bragason 6 - Teitur Örlygsson 5 - Pálmar Sigurðsson 5 - Valur Ingimundarson 4 - Logi Gunnarsson 4 - Helgi Jónas Guðfinnsson
JÓN ARNÓR ÞURFTI BARA ÞRJÁR MÍNÚTUR TIL AÐ NÁ METINU
31 ágú. 2014Jón Arnór Stefánsson bætti stigametið hjá íslenskum leikmanni í Evrópuleikjum í leiknum á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Jón Arnór skoraði 21 stig í leiknum en hann þurfti bara 8 stig til að taka metið af Guðmundi Bragasyni. Guðmundur Bragason skoraði á sínum tíma 576 stig í 45 landsleikjum eða 13,1 stig að meðaltali í leik. Guðmundur og Jón Arnór eru ekki einu meðlimirnir í 500 stiga klúbbnum því Herbert Arnarson skoraði nákvæmlega 500 stig í sínum 48 Evrópuleikjum. Jón Arnór þurfti 7 stig til að jafna met Guðmundar og hann var fljótur af því í Bosníuleiknum. Jón var kominn með sjö stig á fyrstu þremur mínútum leiksins og bætti síðan metið með því að smella niður þriggja stiga körfu og koma Íslandi í 10-8 þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru liðnar. Jón Arnór Stefánsson er nú kominn með 590 stig og fer að öllu eðlilegu yfir 600 stiga múrinn í fyrsta leik á Evrópumótinu á næsta ári. Jón Arnór hefur skorað þessi 590 stig í 40 leikjum sem gera 14,8 stig að meðaltali í leik. Logi Gunnarsson er hæstur á listanum af hinum núverandi leikmönnum íslenska liðsins en Loga vantar nú "aðeins" 15 stig til að taka fjórða sætið af Teiti Örlygssyni en þeir félagar munu vinna saman hjá Njarðvikurliðinu í Domino's deildinni í vetur. FLEST STIG FYRIR ÍSLAND Í EVRÓPUKEPPNI: Jón Arnór Stefánsson 590 stig (14,8 stig í leik) Guðmundur Bragason 576 (13,1) Herbert Arnarson 500 (10,6) Teitur Örlygsson 461 (12,8) Logi Gunnarsson 446 (9,7) Valur Ingimundarson 360 (11,2) Helgi Jónas Guðfinnsson 345 (11,5) Jakob Örn Sigurðarson 320 (11,0) FLESTIR TUTTUGU STIGA LEIKIR Í EVRÓPUKEPPNI: 11 - Jón Arnór Stefánsson 6 - Pétur Guðmundsson 6 - Guðmundur Bragason 6 - Teitur Örlygsson 5 - Pálmar Sigurðsson 5 - Valur Ingimundarson 4 - Logi Gunnarsson 4 - Helgi Jónas Guðfinnsson