29 ágú. 2014Þing FIBA World stendur nú yfir í Sevilla á Spáni en heimsmeistaramótið hefst á morgun. Nýr forseti FIBA World hefur verið skipaður en það er Horacio Muratore frá Argentínu og tekur hann við af Frakkanum Yvan Manini sem hefur gegnt stöðu forseta frá árinu 2010. Álfusamböndin skiptast á að eiga forseta og nú er forsetinn úr FIBA Americas álfusambandinu. Fulltarúar Íslands á þinginu eru þau Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður. Meðal þeirra sem var kosin í stjórn FIBA World er Lena Wallin-Kantzy frá Svíþjóð. Þing FIBA World er ávallt á undan upphafi heimsmeistaramótsins og er engin breyting þetta skiptið. Heimsmeistaramótið hefst á morgun og þar verða Finnar í eldlínunni og hefja keppni gegn ríkjandi heimsmeisturum frá Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fylgjast með öllum leikjum keppninnar geta gert það með því að kaupa sér aðgang að leikjunum gegnum netið. Ef áskrift er keypt í gegnum þennan [v+]http://www.kki.is/spain2014.asp[v-]hlekk[slod-] þá rennur hluti af söluandvirðinu til KKÍ.