29 ágú. 2014Á laugardaginn kemur er komið að næstu körfuboltaveislu ársins en þá hefst HM á Spáni. Alls munu 24 lið leika um heimsmeistaratitilinn í fjórum riðlum sem fara fram í Granada, Sevilla, Bilbao og Gran Canaria. 10 lið sem gætu orðið andstæðingar Íslands á næsta ári á EuroBasket 2015 taka þátt á Heimsmeistaramótinu en það eru Finnland, Frakkland, Grikkland, Litháen, Króatía, Serbía, Slóvenía, Spánn, Úkraína og Tyrkland. Meðal annara liða sem taka þátt má nefna landslið Bandaríkjanna, Brasilíu og Argentínu. Hægt er lesa um öll löndin sem taka þátt og sjá allt annað um mótið á heimasíðu mótsins [v+]http://www.fiba.com/basketballworldcup/2014 [v-]fiba.com/basketballworldcup/2014[slod-]. Allir leikirnir í beinni á netinu KKÍ getur boðið íslenskum aðdáendum körfuknattleiks að verða sér út um áskrift í gegnum LIVEbasketball.tv sem er útsendingar síða FIBA og þar verður allt mótið í heild sinni fáanlegt í góðum gæðum og öflugum útsendingarstraum fyrir $5.99. Hægt er að borga með kreditkorti eða PayPal. KKÍ fær hlut að hverri seldri áskrift sem fer í gegnum www.KKÍ.is og hvetjum við því alla sem ætla að fá sér áskrift að fara inn á síðuna [v+]http://www.kki.is/spain2014.asp [v-]í gegnum heimasíðu okkar og panta áskriftina hérna[slod-].
HM hefst á laugardaginn · Allir leikir fáanlegir í beinni á netinu
29 ágú. 2014Á laugardaginn kemur er komið að næstu körfuboltaveislu ársins en þá hefst HM á Spáni. Alls munu 24 lið leika um heimsmeistaratitilinn í fjórum riðlum sem fara fram í Granada, Sevilla, Bilbao og Gran Canaria. 10 lið sem gætu orðið andstæðingar Íslands á næsta ári á EuroBasket 2015 taka þátt á Heimsmeistaramótinu en það eru Finnland, Frakkland, Grikkland, Litháen, Króatía, Serbía, Slóvenía, Spánn, Úkraína og Tyrkland. Meðal annara liða sem taka þátt má nefna landslið Bandaríkjanna, Brasilíu og Argentínu. Hægt er lesa um öll löndin sem taka þátt og sjá allt annað um mótið á heimasíðu mótsins [v+]http://www.fiba.com/basketballworldcup/2014 [v-]fiba.com/basketballworldcup/2014[slod-]. Allir leikirnir í beinni á netinu KKÍ getur boðið íslenskum aðdáendum körfuknattleiks að verða sér út um áskrift í gegnum LIVEbasketball.tv sem er útsendingar síða FIBA og þar verður allt mótið í heild sinni fáanlegt í góðum gæðum og öflugum útsendingarstraum fyrir $5.99. Hægt er að borga með kreditkorti eða PayPal. KKÍ fær hlut að hverri seldri áskrift sem fer í gegnum www.KKÍ.is og hvetjum við því alla sem ætla að fá sér áskrift að fara inn á síðuna [v+]http://www.kki.is/spain2014.asp [v-]í gegnum heimasíðu okkar og panta áskriftina hérna[slod-].