26 ágú. 2014Nú kl. 16.00 í dag er orðið uppselt í Laugardalshöllina á morgun miðvikudag á leik Íslands og Bosníu í undankeppni EuroBasket 2015. Með sigri eða góðum leik okkar manna getum við tryggt okkar sæti á EM á næsta ári. Það má því búast við rosalegri stemningu á morgun á leiknum og hvetjum við áhorfendur til að styðja vel við bakið á okkar mönnum í þessum mikilvæga leik og láta vel í sér heyra. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður einnig í beinni útsendingu á aðalrás RÚV fyrir þá sem heima sitja. Áfram Ísland!
ÍSLAND · BOSNÍA: UPPSELT á leikinn!
26 ágú. 2014Nú kl. 16.00 í dag er orðið uppselt í Laugardalshöllina á morgun miðvikudag á leik Íslands og Bosníu í undankeppni EuroBasket 2015. Með sigri eða góðum leik okkar manna getum við tryggt okkar sæti á EM á næsta ári. Það má því búast við rosalegri stemningu á morgun á leiknum og hvetjum við áhorfendur til að styðja vel við bakið á okkar mönnum í þessum mikilvæga leik og láta vel í sér heyra. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður einnig í beinni útsendingu á aðalrás RÚV fyrir þá sem heima sitja. Áfram Ísland!