26 ágú. 2014Axel Kárason mun spila tímamótaleik fyrir fjölskylduna í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta tekur á móti Bosníu í lokaleik sínum í undankeppninni. Axel mun nefnilega jafna landsleikjafjölda föður síns, Kára Marissonar, í leiknum en þetta verður 34. landsleikur Axels. Kári Marisson lék 34 landsleiki á árunum 1972 til 1976 og þá bæði sem leikmaður Vals og Njarðvíkur. Báðir foreldrar Axels léku fyrir A-landsliðið í körfubolta því móðir hans, Katrín Axelsdóttir, lék 4 leiki fyrir kvennalandsliðið á Norðurlandamótinu 1973. Axel og Kári eru þriðji feðgarnir þar sem bæði faðir og sonur hafa náð að spila 30 A-landsleiki fyrir Ísland en Martin Hermannsson er aðeins tveimur leikjum frá því að koma sér og föður sínum í 20 leikja klúbbinn þar sem fyrir eru fjórir feðgar. Leikjahæstu feðgarnir eru Logi Gunnarsson og Gunnar Þorvarðarson sem eru komnir samanlagt með 173 leiki. Logi spilar að sjálfsögðu með annað kvöld en hann á 104 af þessum leikjum. Ísland mætir Bosníu klukkan 19.30 en með sigri tryggir liðið sér endanlega sæti á EM. Önnur úrslit gætu einnig komið íslenska liðinu á EM en leikurinn má alls ekki tapast stórt. Feðgar með 20+ A-landsleiki: Logi Gunnarsson (104) og Gunnar Þorvarðarson (69) Kolbeinn Pálsson (55) og Páll Kolbeinsson (43) Jónas Jóhannesson (56) og Egill Jónasson (23) Kári Marisson (34) og Axel Kárason (33) og hér vantar aðeins tvo leiki til að komast í hópinn ... Hermann Hauksson (65) og Martin Hermannsson (18)
Axel Kára nær pabba sínum annað kvöld
26 ágú. 2014Axel Kárason mun spila tímamótaleik fyrir fjölskylduna í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta tekur á móti Bosníu í lokaleik sínum í undankeppninni. Axel mun nefnilega jafna landsleikjafjölda föður síns, Kára Marissonar, í leiknum en þetta verður 34. landsleikur Axels. Kári Marisson lék 34 landsleiki á árunum 1972 til 1976 og þá bæði sem leikmaður Vals og Njarðvíkur. Báðir foreldrar Axels léku fyrir A-landsliðið í körfubolta því móðir hans, Katrín Axelsdóttir, lék 4 leiki fyrir kvennalandsliðið á Norðurlandamótinu 1973. Axel og Kári eru þriðji feðgarnir þar sem bæði faðir og sonur hafa náð að spila 30 A-landsleiki fyrir Ísland en Martin Hermannsson er aðeins tveimur leikjum frá því að koma sér og föður sínum í 20 leikja klúbbinn þar sem fyrir eru fjórir feðgar. Leikjahæstu feðgarnir eru Logi Gunnarsson og Gunnar Þorvarðarson sem eru komnir samanlagt með 173 leiki. Logi spilar að sjálfsögðu með annað kvöld en hann á 104 af þessum leikjum. Ísland mætir Bosníu klukkan 19.30 en með sigri tryggir liðið sér endanlega sæti á EM. Önnur úrslit gætu einnig komið íslenska liðinu á EM en leikurinn má alls ekki tapast stórt. Feðgar með 20+ A-landsleiki: Logi Gunnarsson (104) og Gunnar Þorvarðarson (69) Kolbeinn Pálsson (55) og Páll Kolbeinsson (43) Jónas Jóhannesson (56) og Egill Jónasson (23) Kári Marisson (34) og Axel Kárason (33) og hér vantar aðeins tvo leiki til að komast í hópinn ... Hermann Hauksson (65) og Martin Hermannsson (18)