25 ágú. 2014Um síðustu helgi fór fram seinni æfingarhelgi úrvalsbúðanna 2014 en sú fyrri fór fram í vor. Strákarnir voru í Dalhúsum og stelpurnar á Ásvöllum. Úrvalsbúðirnar eru metnaðarfullt verkefni sem er fyrsta stig afreksstarfs KKÍ. Búðarstjórar eru Ingi Þór Steinþórsson og Margrét Sturlaugsdóttir. Leikmenn karlalandsliðsins gáfu sér tíma um helgina til þess að kíkja á krakkana og hvetja þau til dáða. Ásamt körfuboltaæfingum á parketinu fengu elstu krakkarnir fyrirlestur eins og á fyrri helginni. Að þessu sinni komu þau Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur, og Viðar Halldórsson, íþróttafræðingur í búðirnar að hitta krakkana. Landsliðsmiðherjarnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Ragnar Nathanaelsson fóru í [v+]https://www.youtube.com/watch?v=Xrm6PrcpPYE&list=UUyM1cS0pdhGeUXqYigdtEoA[v-]Stinger[slod-] með krökkunum.