25 ágú. 2014Á miðvikudaginn kemur fer fram lokaleikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2015 í Laugardalshöllinni. Þá mæta Bosníu menn í Höllina en leikur liðanna hefst kl. 19.30. Staðan er sú eftir gærkvöldið að leikir í öðrum riðlum fóru ekki eins og hefði hentað Íslandi best upp á að tryggja sæti sitt endanlega á lokakeppnina en við því var að búast. Með sigri í leiknum tryggjum við okkur 1. sæti riðilsins og þar með öruggt sæti á EM næsta haust. KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum. Miðasala fer fram á [v+]http://midi.is/sports/1/8353 [v-]www.midi.is[slod-] en mikill áhugi er á leiknum og vonum við að það verði uppselt. Því er um að gera að tryggja sér miða í tíma og mæta tímanlega á leikstað til að forðast biðraðir. Miðaverð er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.
ÍSLAND · BOSNÍA á miðvikudaginn
25 ágú. 2014Á miðvikudaginn kemur fer fram lokaleikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2015 í Laugardalshöllinni. Þá mæta Bosníu menn í Höllina en leikur liðanna hefst kl. 19.30. Staðan er sú eftir gærkvöldið að leikir í öðrum riðlum fóru ekki eins og hefði hentað Íslandi best upp á að tryggja sæti sitt endanlega á lokakeppnina en við því var að búast. Með sigri í leiknum tryggjum við okkur 1. sæti riðilsins og þar með öruggt sæti á EM næsta haust. KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum. Miðasala fer fram á [v+]http://midi.is/sports/1/8353 [v-]www.midi.is[slod-] en mikill áhugi er á leiknum og vonum við að það verði uppselt. Því er um að gera að tryggja sér miða í tíma og mæta tímanlega á leikstað til að forðast biðraðir. Miðaverð er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.