22 ágú. 2014Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í fyrradag þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sér annað sætið í riðli sínum í undankeppni EM með 71-69 sigri á Bretlandi í Koparkassanum í London. Hörður Axel skoraði 17 stig þar af komu 12 þeirra í seinni hálfleiknum þar sem hann átti líka fjórar stoðsendingar á félaga sína. Hörður Axel hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og tapaði ekki einum einasta bolta. Þarna erum við ekkert farin að tala um varnarleikinn hjá stráknum en hann gaf tóninn þar með frábærri pressu á leikstjórnanda Bretanna. Hörður Axel bætti þarna sitt persónulega met yfir flest stig í landsleik og hann var að bæta metið sitt í öðrum leiknum í röð. Hörður Axel skoraði 14 stig í leiknum í Bosníu á sunnudagskvöldið en fjórir af sex stigahæstu leikjum hans með landsliðinu hafa komið á þessu ári. Flest stig Harðar Axel Vilhjálmssonar í einum leik með A-landsliðinu: 17 - á móti Bretlandi 20. ágúst 2014 14 - á móti Bosníu 17. ágúst 2014 13 - á móti Makedóníu 21. júlí 2013 11 - á móti San Marínó 5. júní 2009 11 - á móti Lúxemborg 2. ágúst 2014 9 - á móti Lúxemborg 31. júlí 2014
Hörður Axel setti persónulegt stigamet í öðrum leiknum í röð
22 ágú. 2014Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í fyrradag þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sér annað sætið í riðli sínum í undankeppni EM með 71-69 sigri á Bretlandi í Koparkassanum í London. Hörður Axel skoraði 17 stig þar af komu 12 þeirra í seinni hálfleiknum þar sem hann átti líka fjórar stoðsendingar á félaga sína. Hörður Axel hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og tapaði ekki einum einasta bolta. Þarna erum við ekkert farin að tala um varnarleikinn hjá stráknum en hann gaf tóninn þar með frábærri pressu á leikstjórnanda Bretanna. Hörður Axel bætti þarna sitt persónulega met yfir flest stig í landsleik og hann var að bæta metið sitt í öðrum leiknum í röð. Hörður Axel skoraði 14 stig í leiknum í Bosníu á sunnudagskvöldið en fjórir af sex stigahæstu leikjum hans með landsliðinu hafa komið á þessu ári. Flest stig Harðar Axel Vilhjálmssonar í einum leik með A-landsliðinu: 17 - á móti Bretlandi 20. ágúst 2014 14 - á móti Bosníu 17. ágúst 2014 13 - á móti Makedóníu 21. júlí 2013 11 - á móti San Marínó 5. júní 2009 11 - á móti Lúxemborg 2. ágúst 2014 9 - á móti Lúxemborg 31. júlí 2014