21 ágú. 2014Logi Gunnarsson fagnaði sigri með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í fimmtugasta sinn í gærkvöldi þegar Ísland vann 71-69 sigur á Bretlandi í Koparkassanum í London. Logi skoraði 9 stig á 16 mínútum í leiknum og hitti úr 3 af 6 skotum sínum. Þetta var fyrsti leikurinn í undankeppninni í ár þar sem Logi nær ekki að rjúfa tíu stiga múrinn en hann er með 12,3 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum. Logi sem var að spila sinn 104. A-landsleik á ferlinum hefur verið í sigurliði í 48 prósent leikja sinna með landsliðinu eða í 50 leikjum af 104. Logi hefur ennfremur verið í sigurliði í þréttán Evrópuleikjum og hefur þar eins sigurleiks forskot á Helga Má Magnússon á listanum yfir flesta sigra í Evrópukeppni innan landsliðshópsins í dag. Flestir sigurleikir með landsliðinu í landsliðshópnum í ár: Logi Gunnarsson 50 Helgi Már Magnússon 39 Hlynur Bæringsson 31 Jón Arnór Stefánsson 25 Sigurður Þorvaldsson 24 Pavel Ermolinskij 22 Hörður Axel Vilhjálmsson 22 Flestir sigurleikir í Evrópukeppni innan landsliðshópsins í ár Logi Gunnarsson 13 Helgi Már Magnússon 12 Jón Arnór Stefánsson 9 Hlynur Bæringsson 9 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9 Pavel Ermolinskij 7 Sigurður Þorvaldsson 6 Hörður Axel Vilhjálmsson 6 Haukur Helgi Pálsson 5 Axel Kárason 5