17 ágú. 2014Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Bosníu í öðrum leik liðanna í A-riðli undankeppni EuroBasket 2015, sem fram fór í Tuzla í Bosníu. Leikurinn var bráðskemmtilegur og um 7.000 manns fylltu leikvanginn og létu vel í sér heyra. Íslenska liðið gafast aldrei upp og náði að minnka muninn í seinni hálfleik með frábærri baráttu eftir að hafa farið illa af stað eftir leikhléið. Munurinn var mestur 23 stig í þriðja leikhluta en Ísland náði að minnka muninn í 6 stig og fékk nokkur tækifæri á að minnka hann enn meira í lokin en Bosnía skoraði þrjár þriggja stiga körfur á lokamínútunum og gerði út um leikinn. Tölfræði leiksins má sjá [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.gameID_9318-A-3-3.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2015.roundID_9318.teamID_.html [v-]hérna á vef fibaeurope.com[slod-].
Mynd. Teletovic, Ivanovic þjálfari, Craig þjálfari og Hörður Axel á blaðamannafundi eftir leik.