15 ágú. 2014Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníumönnum í Tuzla á sunnudagskvöldið í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2015 en þetta er aðeins annar A-landsleikur Íslands í Bosníu frá upphafi. Ísland heimsótti Bosníumenn síðast í lok febrúarmánaðar 1998 en þjóðirnar mættust þá í milliriðli Evrópumótsins. Bosníumenn voru með besta liðið í riðlinum (9 sigrar í 10 leikjum) og unnu leikinn með 25 stiga mun, 109-84. Leikurinn fór fram í Sarajevo fyrir framan 6500 manns. Bosníumenn voru með 19 stiga forskot í hálfleik, 57-38, og unnu svo seinni hálfleikinn með sex stigum, 52-46. Teitur Örlygsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig á 27 mínútum en hann setti niður fimm þrista í leiknum. Herbert Arnarson var næststigahæstur með 15 stig á 19 mínútum. Íslenska liðið skoraði þrettán þrista í leiknum (40 prósent nýting) sem er frábær árangur en tveggja stiga körfurnar voru aðeins samtals fjórtán og Bosnía vann fráköstin 29-12 samkvæmt tölfræði FIBA. Það eru ein tengsl á milli þessa leiks og leiksins í Tuzla á sunnudagskvöldið. Hermann Hauksson lék með íslenska liðinu í Bosníu fyrir rúmum sextán árum en í dag spilar sonur hans Martin Hermannsson stórt hlutverk í íslenska körfuboltalandsliðinu. Þess má reyndar geta að Herbert Arnarson er í fararstjórateymi landsliðsins í Bosníu en hann var eins og áður segir leikmaður 1998. Hermann spilaði í 27 mínútur í leiknum en hitti aðeins úr 1 af 6 skotum og var með 4 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu.
Pabbi Martins var í liðinu þegar Ísland lék síðast í Bosníu
15 ágú. 2014Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníumönnum í Tuzla á sunnudagskvöldið í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2015 en þetta er aðeins annar A-landsleikur Íslands í Bosníu frá upphafi. Ísland heimsótti Bosníumenn síðast í lok febrúarmánaðar 1998 en þjóðirnar mættust þá í milliriðli Evrópumótsins. Bosníumenn voru með besta liðið í riðlinum (9 sigrar í 10 leikjum) og unnu leikinn með 25 stiga mun, 109-84. Leikurinn fór fram í Sarajevo fyrir framan 6500 manns. Bosníumenn voru með 19 stiga forskot í hálfleik, 57-38, og unnu svo seinni hálfleikinn með sex stigum, 52-46. Teitur Örlygsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig á 27 mínútum en hann setti niður fimm þrista í leiknum. Herbert Arnarson var næststigahæstur með 15 stig á 19 mínútum. Íslenska liðið skoraði þrettán þrista í leiknum (40 prósent nýting) sem er frábær árangur en tveggja stiga körfurnar voru aðeins samtals fjórtán og Bosnía vann fráköstin 29-12 samkvæmt tölfræði FIBA. Það eru ein tengsl á milli þessa leiks og leiksins í Tuzla á sunnudagskvöldið. Hermann Hauksson lék með íslenska liðinu í Bosníu fyrir rúmum sextán árum en í dag spilar sonur hans Martin Hermannsson stórt hlutverk í íslenska körfuboltalandsliðinu. Þess má reyndar geta að Herbert Arnarson er í fararstjórateymi landsliðsins í Bosníu en hann var eins og áður segir leikmaður 1998. Hermann spilaði í 27 mínútur í leiknum en hitti aðeins úr 1 af 6 skotum og var með 4 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu.