14 ágú. 2014Framundan eru tveir útileikir hjá íslenska karlalandsliðinu, fyrst þann 17. ágúst gegn Bosníu í körfuboltaborginni Tuzla og svo seinni leikurinn gegn Bretum, þann 20. ágúst í Copper Box Arena í London. RÚV mun sýna beint frá báðum leikjum liðsins á íþróttarás sinni, RÚV íþróttir þannig að íslenskir aðdáendur geta fylgst strákunum í þessum tveim mikilvægu útileikjum. Góð úrslit í báðum leikjunum gætu dugað til að fleyta Íslandi í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks í lokakeppni Evrópumótsins, EuroBasket, á næsta ári. Leikirnir hefjast (að íslenskum tíma) kl. 18.00 í Bosníu og kl. 18.35 í Bretlandi. Ísland leikur svo lokaleik sinn í keppninni hér heima þann 27. ágúst í Laugardalshöllinni gegn Bosníu og er miðasala í fullum gangi á www.midi.is. ÁFRAM ÍSLAND!
RÚV íþróttir sýnir beint frá tveim útileikjum
14 ágú. 2014Framundan eru tveir útileikir hjá íslenska karlalandsliðinu, fyrst þann 17. ágúst gegn Bosníu í körfuboltaborginni Tuzla og svo seinni leikurinn gegn Bretum, þann 20. ágúst í Copper Box Arena í London. RÚV mun sýna beint frá báðum leikjum liðsins á íþróttarás sinni, RÚV íþróttir þannig að íslenskir aðdáendur geta fylgst strákunum í þessum tveim mikilvægu útileikjum. Góð úrslit í báðum leikjunum gætu dugað til að fleyta Íslandi í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks í lokakeppni Evrópumótsins, EuroBasket, á næsta ári. Leikirnir hefjast (að íslenskum tíma) kl. 18.00 í Bosníu og kl. 18.35 í Bretlandi. Ísland leikur svo lokaleik sinn í keppninni hér heima þann 27. ágúst í Laugardalshöllinni gegn Bosníu og er miðasala í fullum gangi á www.midi.is. ÁFRAM ÍSLAND!