10 ágú. 2014Karlalandsliðið lagði Breta 83-70 í Laugardalshöll í kvöld í frábærum leik. Er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppninni fyrir EM 2015. [v+]https://www.facebook.com/photo.php?v=840887805981883&set=vb.337987076297464&type=2&theater[v-]Fyrsta karfa[slod-] kvöldsins var íslensk og eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 20-4 fyrir Íslandi. Bretarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og staðan 22-10 eftir fyrsta. Bretarnir náðu að vinna sig inn í leikinn í öðrum leikhluta og í hálfleik var jafnt 34-34. Í þriðja leikhluta komust Bretarnir yfir á meðan íslenska liðið lenti í lægð. Í lok leikhlutans náði Ísland að komast yfir og leiddi með einu stigi 59-58. Lokaleikhlutinn var eign Íslands frá upphafi og með frábærum leik keyrðu þeir upp muninn og Bretarnir gáfust upp. Lokastaðan 83-70. Stigahæstur hjá Íslandi var Haukur Pálsson með 24 stig og Martin Hermannsson með 22 stig. [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.roundID_9318.season_2015.gameID_9318-A-1-1.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-]