9 ágú. 2014Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM eins og áður hefur komið fram en það eru sjö ár síðan að hann missti síðast að leik hjá Íslandi í Evrópukeppni. Ísland spilar sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópukeppninnar klukkan 19.00 á sunnudagskvöldið þegar Bretar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Jón Arnór spilaði alla 22 leiki Íslands í Evrópukeppni frá 2008 til 2013 og skoraði í þeim 379 stig eða 17,2 stig að meðaltali í leik. Jón Arnór var ekkert með landsliðinu haustið 2007 en árið á undan hafði hann meiðst illa á ökkla í leik á móti Lúxemborg í Keflavík. Logi Gunnarsson missti aðeins af einum leik á þessu tímabili en hann lá veikur heima þegar Ísland fór til Slóvakíu í ágúst 2012. Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur spilað 19 af þessum 22 leikjum en hann var ekki með í þremur leikjum haustið 2008. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn hafa spilað flesta Evrópuleiki undanfarin sex ár. Flestir Evrópuleikir frá 2008 til 2013: Jón Arnór Stefánsson 22 Logi Gunnarsson 21 Hlynur Bæringsson 19 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18 Helgi Már Magnússon 18 Jakob Örn Sigurðarson 17 Pavel Ermolinskij 16 Axel Kárason 14 Brynjar Þór Björnsson 14 Haukur Helgi Pálsson 14 Finnur Atli Magnússon 10 Ægir Þór Steinarsson 10
Jón Arnór missir af sínum fyrsta leik í Evrópukeppni í sjö ár
9 ágú. 2014Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM eins og áður hefur komið fram en það eru sjö ár síðan að hann missti síðast að leik hjá Íslandi í Evrópukeppni. Ísland spilar sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópukeppninnar klukkan 19.00 á sunnudagskvöldið þegar Bretar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Jón Arnór spilaði alla 22 leiki Íslands í Evrópukeppni frá 2008 til 2013 og skoraði í þeim 379 stig eða 17,2 stig að meðaltali í leik. Jón Arnór var ekkert með landsliðinu haustið 2007 en árið á undan hafði hann meiðst illa á ökkla í leik á móti Lúxemborg í Keflavík. Logi Gunnarsson missti aðeins af einum leik á þessu tímabili en hann lá veikur heima þegar Ísland fór til Slóvakíu í ágúst 2012. Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur spilað 19 af þessum 22 leikjum en hann var ekki með í þremur leikjum haustið 2008. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn hafa spilað flesta Evrópuleiki undanfarin sex ár. Flestir Evrópuleikir frá 2008 til 2013: Jón Arnór Stefánsson 22 Logi Gunnarsson 21 Hlynur Bæringsson 19 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18 Helgi Már Magnússon 18 Jakob Örn Sigurðarson 17 Pavel Ermolinskij 16 Axel Kárason 14 Brynjar Þór Björnsson 14 Haukur Helgi Pálsson 14 Finnur Atli Magnússon 10 Ægir Þór Steinarsson 10