3 ágú. 2014Íslenska U18 lið karla lauk leik í Sofia í Búlgaríu í dag er drengirnir tóku Norðmenn í kennslustund í úrslitaleik um níunda sætið á mótinu. Lokatölur urðu 83-37 fyrir Ísland og einsog áður sagði er níunda sætið niðurstaðan og strákarnir halda heim með sjö sigra í þeim níu leikjum sem þeir léku á mótinu. Til að gera langa sögu stutta af leiknum í dag að þá mættu strákarnir okkar gríðarlega grimmir til leiks og byrjunarlið Íslands hafði þegar náð 19 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 40-21 og ljóst í hvað stefndi. Það skipti engu máli hver kom inn í íslenska liðinu. Strákarnir léku af miklum krafti og gáfu engan afslátt í vörninni og Norðmenn náðu t.a.m. einungis 7 stigum á töfluna í þriðja leikhluta. 46 stiga sigur varð svo niðurstaðan og eins og svo oft áður dreifðist stigaskorið vel þar sem Jón Axel Guðmundsson og Högni Fjalarsson voru stigahæstir með 12 stig og þeir Kristinn Pálsson og Kristján Leifur Sverrisson gerðu 10 stig. Allir leikmenn liðsins nema fyrirliðinn Pétur Rúnar skoruðu en Pétur skilaði 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum þó miðið hafi ekki verið í lagi í dag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10100-85-A-1.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Þegar heildartölfræði mótsins er skoðuð er margt mjög jákvætt að finna fyrir íslenska liðið. Fyrst af öllu er íslenska liðið með flestar stoðsendingar allra liða á mótinu en það er alveg óhætt að hrósa drengjunum fyrir flotta samvinnu í gegnum mótið. Strákarnir eru líka með flesta stolna bolta allra liða í mótinu. Íslenska liðið tapaði jafnframt næstfæstum boltum í mótinu (á eftir Ísrael), og þá var liðið fjórða yfir flest fráköst allra liða á mótinu. Að lokum má nefna að liðið var í þriðja sæti yfir lægstu skotnýtingu andstæðinga. Eins og sjá má á þessari upptalningu er margt jákvætt í tölfræðinni hjá okkar mönnum. Það er einnig ljóst að riðillinn sem íslenska liðið lék í var sterkur. Þjóðverjar, sem lögðu okkar menn með tveimur stigum í hörkuleik, tryggðu sér sigurinn í mótinu í dag með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þá urðu frændur okkar Finnar í þriðja sæti eftir sigur gegn Svíum. Það verða því Þjóðverjar, Úkraínumenn og Finnar sem færast í A deild en á móti koma Englendingar, Pólverjar og Belgar niður í B deild. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.pageID_V3DxpGz3HHg2T5MiNGdsT0.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_300.html[v-]Heildartölfræði íslenska liðsins[slod-] Íslenska liðið ferðast heim á morgun, mánudag.
46 stiga sigur gegn Norðmönnum og 9.sætið staðreynd
3 ágú. 2014Íslenska U18 lið karla lauk leik í Sofia í Búlgaríu í dag er drengirnir tóku Norðmenn í kennslustund í úrslitaleik um níunda sætið á mótinu. Lokatölur urðu 83-37 fyrir Ísland og einsog áður sagði er níunda sætið niðurstaðan og strákarnir halda heim með sjö sigra í þeim níu leikjum sem þeir léku á mótinu. Til að gera langa sögu stutta af leiknum í dag að þá mættu strákarnir okkar gríðarlega grimmir til leiks og byrjunarlið Íslands hafði þegar náð 19 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 40-21 og ljóst í hvað stefndi. Það skipti engu máli hver kom inn í íslenska liðinu. Strákarnir léku af miklum krafti og gáfu engan afslátt í vörninni og Norðmenn náðu t.a.m. einungis 7 stigum á töfluna í þriðja leikhluta. 46 stiga sigur varð svo niðurstaðan og eins og svo oft áður dreifðist stigaskorið vel þar sem Jón Axel Guðmundsson og Högni Fjalarsson voru stigahæstir með 12 stig og þeir Kristinn Pálsson og Kristján Leifur Sverrisson gerðu 10 stig. Allir leikmenn liðsins nema fyrirliðinn Pétur Rúnar skoruðu en Pétur skilaði 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum þó miðið hafi ekki verið í lagi í dag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10100-85-A-1.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Þegar heildartölfræði mótsins er skoðuð er margt mjög jákvætt að finna fyrir íslenska liðið. Fyrst af öllu er íslenska liðið með flestar stoðsendingar allra liða á mótinu en það er alveg óhætt að hrósa drengjunum fyrir flotta samvinnu í gegnum mótið. Strákarnir eru líka með flesta stolna bolta allra liða í mótinu. Íslenska liðið tapaði jafnframt næstfæstum boltum í mótinu (á eftir Ísrael), og þá var liðið fjórða yfir flest fráköst allra liða á mótinu. Að lokum má nefna að liðið var í þriðja sæti yfir lægstu skotnýtingu andstæðinga. Eins og sjá má á þessari upptalningu er margt jákvætt í tölfræðinni hjá okkar mönnum. Það er einnig ljóst að riðillinn sem íslenska liðið lék í var sterkur. Þjóðverjar, sem lögðu okkar menn með tveimur stigum í hörkuleik, tryggðu sér sigurinn í mótinu í dag með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þá urðu frændur okkar Finnar í þriðja sæti eftir sigur gegn Svíum. Það verða því Þjóðverjar, Úkraínumenn og Finnar sem færast í A deild en á móti koma Englendingar, Pólverjar og Belgar niður í B deild. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.pageID_V3DxpGz3HHg2T5MiNGdsT0.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_300.html[v-]Heildartölfræði íslenska liðsins[slod-] Íslenska liðið ferðast heim á morgun, mánudag.