31 júl. 2014 Íslenska karla landsliðið sigraði í fyrri vináttulandsleik sínum gegn Lúxemborg í kvöld. Lokatölur 78:64. Gangur leiksins Ísland tók 7-0 forystu í upphafi og lét hana aldrei af hendi það sem eftir lifði leik. Mestur var munurinn 18 stig. Staðan í hálfleik var 30:37 og eftir þrjá leikhluta 61:48 fyrir okkar mönnum eftir að hafa byrjað sterkt í upphafi seinni hálfleiks. Logi Gunnarsson byrjaði af krafti í sinum 100. landsleik á báðum endum vallarins og endaði stigahæstur í leiknum með 19 stig. Hlynur Bæringsson skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. Haukur Helgi var með 12 stig og 7. Fjölmargir íslendingar mættu á leikinn en hann var auglýstur hjá félagi þeirra í Lúxemborg sem var gaman að sjá. Næsti leikur verður á laugardaginn kl. 16.00 að íslenskum tíma og flytjum við fréttir af honum á [v+]https://www.facebook.com/kki.islands [v-]Facebook-síðu KKÍ[slod-]. Tölfræði úr leiknum var skráð en ekki send út beint á netinu:
Lúxemborg: Íslenskur sigur í fyrri vináttulandsleiknum
31 júl. 2014 Íslenska karla landsliðið sigraði í fyrri vináttulandsleik sínum gegn Lúxemborg í kvöld. Lokatölur 78:64. Gangur leiksins Ísland tók 7-0 forystu í upphafi og lét hana aldrei af hendi það sem eftir lifði leik. Mestur var munurinn 18 stig. Staðan í hálfleik var 30:37 og eftir þrjá leikhluta 61:48 fyrir okkar mönnum eftir að hafa byrjað sterkt í upphafi seinni hálfleiks. Logi Gunnarsson byrjaði af krafti í sinum 100. landsleik á báðum endum vallarins og endaði stigahæstur í leiknum með 19 stig. Hlynur Bæringsson skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. Haukur Helgi var með 12 stig og 7. Fjölmargir íslendingar mættu á leikinn en hann var auglýstur hjá félagi þeirra í Lúxemborg sem var gaman að sjá. Næsti leikur verður á laugardaginn kl. 16.00 að íslenskum tíma og flytjum við fréttir af honum á [v+]https://www.facebook.com/kki.islands [v-]Facebook-síðu KKÍ[slod-]. Tölfræði úr leiknum var skráð en ekki send út beint á netinu: