31 júl. 2014Íslenska karlalandsliðið er mætt til Lúxemborgar eftir ferðalag gærdagsins og er búið að æfa í Coque-höllinni þar sem báðir leikirnir gegn heimamönnum fara fram í dag og á laugardaginn. Hópurinn lagði af stað kl. 07.25 frá Íslandi til Frankfurt í Þýskalandi þar sem rútuferð tók við á áfangastað. Fjórir leikmenn liðsins kannast vel við sig á svæðinu ásamt Arnari aðstoðarþjálfara en þeir Elvar, Martin, Axel og Ragnar léku allir á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í Lúxemborg 2013. Allir íslensku leikmennirnir eru klárir í slaginn og tilbúnir í leikinn í kvöld sem hefst kl. 20.00 að staðartíma eða kl. 18.00 á íslenskum tíma. KKÍ.is flytur nánari fréttir á morgun af undirbúningi fyrir leikinn og gangi leiksins eins og hægt er á samfélagsmiðlum KKÍ.