31 júl. 2014Íslenska U18 karlaliðið kláraði millirðil með öruggum 77-63 sigri gegn Noregi í dag. Strákarnir sigra því milliriðilinn mjög örugglega með fullu húsi stiga en Norðmenn, Makedónar og Austurríkismenn hafa einn sigur hvert og það eru Norðmenn sem eru efstir í innbyrðis stigaskori. Íslenska liðið mætir Lúxemborg í krossspili á laugardag kl 17:30 að ísl tíma en sigurvegari úr þeirri viðureign leikur um 9. og 10. sætið á sunnudag en tapliðið leikur um 11.-12.sætið. Í hinum milliriðlinum urðu Danir efstir og þeir mæta því Norðmönnum í krossspilinu en Lúxemborg urðu semsagt í öðru sæti, eftir að hafa verið með besta innbyrðisstöðu gagnvart Búlgaríu og Hollandi og mæta íslenska liðinu. Okkar menn mættu kröftugir til leiks og hörku troðslur frá Hjálmari og Brynjari Magnúsi kveiktu í íslenska liðinu sem leiddi 26-11 eftir fyrsta leikhluta. Jón Axel stal svo boltanum og fór upp og skellti í enn eina íslensku troðsluna og stemmingin öll Íslands megin. Staðan í hálfleik var 40-24 og flottur gír á okkar mönnum þar sem Hilmir var á eldi og smellti hverjum þristinum á fætur öðrum úr hornunum. Munurinn var kominn í 20 stig snemma í síðari hálfleik en þá slökuðu strákarnir heldur á vörninni og Norðmenn voru að hitta vel fyrir utan 3ja stiga línuna. Munurinn fór minnst í 5 stig en þá stigu drengirnir aftur á bensínið, Brynjar náði í aðra troðslu og þeir sigldu öruggum sigri í höfn en munurinn var kominn aftur í 18 stig áður en Norðmenn lokuðu leik með tveimur körfum. Hilmir Kristjánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig (5 af 6 þristum) og hefur verið svakalega vaxandi eftir því sem hefur liðið á mótið. Hreint frábær í dag. Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði var með 15 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Brynjar Magnús Friðriksson er annar mjög vaxandi leikmaður í liðinu en hann var með 11 stig og 11 fráköst og fylgdi eftir góðum leik í gær. Jón Axel Guðmundsson gerði líka 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og reif niður 4 fráköst. Kári Jónsson gerði 10 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjálmar Stefánsson meiddist í fyrri hálfleik er hann fékk högg í andlitið og engin áhætta var tekin með hann í síðari hálfleik enda nokkuð högg sem strákurinn fékk, en hann er svosem í góðum höndum hjá Rafni Júlíussyni og Stefáni Hjálmarssyni lækni og föður Hjálmars. Kristján Leifur Sverrisson hvíldi vegna ökklameiðsla í dag en Magnús Már Traustason er kominn aftur á ról en allir ættu að verða klárir í slaginn á laugardag en á morgun er síðari frídagurinn og verður hann nýttur í góða hvíld. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10088-H-3-2.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Leifur Sigfinnur Garðarsson dæmdi í dag leik Danmerkur og Lúxemborgar.
14 stiga sigur gegn Norðmönnum og efsta sæti í milliriðli
31 júl. 2014Íslenska U18 karlaliðið kláraði millirðil með öruggum 77-63 sigri gegn Noregi í dag. Strákarnir sigra því milliriðilinn mjög örugglega með fullu húsi stiga en Norðmenn, Makedónar og Austurríkismenn hafa einn sigur hvert og það eru Norðmenn sem eru efstir í innbyrðis stigaskori. Íslenska liðið mætir Lúxemborg í krossspili á laugardag kl 17:30 að ísl tíma en sigurvegari úr þeirri viðureign leikur um 9. og 10. sætið á sunnudag en tapliðið leikur um 11.-12.sætið. Í hinum milliriðlinum urðu Danir efstir og þeir mæta því Norðmönnum í krossspilinu en Lúxemborg urðu semsagt í öðru sæti, eftir að hafa verið með besta innbyrðisstöðu gagnvart Búlgaríu og Hollandi og mæta íslenska liðinu. Okkar menn mættu kröftugir til leiks og hörku troðslur frá Hjálmari og Brynjari Magnúsi kveiktu í íslenska liðinu sem leiddi 26-11 eftir fyrsta leikhluta. Jón Axel stal svo boltanum og fór upp og skellti í enn eina íslensku troðsluna og stemmingin öll Íslands megin. Staðan í hálfleik var 40-24 og flottur gír á okkar mönnum þar sem Hilmir var á eldi og smellti hverjum þristinum á fætur öðrum úr hornunum. Munurinn var kominn í 20 stig snemma í síðari hálfleik en þá slökuðu strákarnir heldur á vörninni og Norðmenn voru að hitta vel fyrir utan 3ja stiga línuna. Munurinn fór minnst í 5 stig en þá stigu drengirnir aftur á bensínið, Brynjar náði í aðra troðslu og þeir sigldu öruggum sigri í höfn en munurinn var kominn aftur í 18 stig áður en Norðmenn lokuðu leik með tveimur körfum. Hilmir Kristjánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig (5 af 6 þristum) og hefur verið svakalega vaxandi eftir því sem hefur liðið á mótið. Hreint frábær í dag. Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði var með 15 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Brynjar Magnús Friðriksson er annar mjög vaxandi leikmaður í liðinu en hann var með 11 stig og 11 fráköst og fylgdi eftir góðum leik í gær. Jón Axel Guðmundsson gerði líka 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og reif niður 4 fráköst. Kári Jónsson gerði 10 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjálmar Stefánsson meiddist í fyrri hálfleik er hann fékk högg í andlitið og engin áhætta var tekin með hann í síðari hálfleik enda nokkuð högg sem strákurinn fékk, en hann er svosem í góðum höndum hjá Rafni Júlíussyni og Stefáni Hjálmarssyni lækni og föður Hjálmars. Kristján Leifur Sverrisson hvíldi vegna ökklameiðsla í dag en Magnús Már Traustason er kominn aftur á ról en allir ættu að verða klárir í slaginn á laugardag en á morgun er síðari frídagurinn og verður hann nýttur í góða hvíld. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10088-H-3-2.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Leifur Sigfinnur Garðarsson dæmdi í dag leik Danmerkur og Lúxemborgar.