30 júl. 2014Strákarnir í U18 hófu leik í milliriðli í dag er þeir mættu Makedóníu hér í Sofia. Strákarnir sýndu það í verki að þeir eru búnir að jafna sig eftir vonbrigði riðlakeppninnar og mættu gríðarlega stemmdir með öflugan varnarleik að vopni og samvinnan sóknarlega var reyndar líka til fyrirmyndar. Lokatölur urðu 53-84 fyrir Ísland. Ísland og Makedónía eru með Norðmönnum og Austurríki í milliriðli og Ísland og Noregur taka sigrana með sér úr riðlakeppninni (Ísland gegn Austurríki og Norðmenn gegn Makedóníu) og fyrr í dag sigruðu svo Austurríkismenn lið Norðmanna með þremur stigum í hörkuleik. Staðan eftir daginn í dag er því þannig að Ísland er með tvo sigra, Austurríki og Noregur hafa einn sigur og Makedónía er enn án sigurs. Strákarnir eru í sterkri innbyrðis stöðu sömuleiðis en þeir ætla sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur gegn Norðmönnum á morgun. Til að gera langa sögu stutta þá byrjuðu strákarnir leikinn af miklum krafti og náðu snemma yfirhöndinni. Varnarleikurinn var þéttur og miðherji Makedóníu sem var þeirra sterkasti maður var tvöfaldaður á blokkinni og það gerði Makedónum erfitt fyrir. Íslenska liðið stal mörgum boltum og skoraði töluvert af stigum úr hraðupphlaupum. Eini gallinn við fyrri hálfleik var að Magnús Már Traustason sneri ökkla 11 sekúndum eftir að hann kom inn í fyrsta leikhluta og var ákveðið að hvíla hann það sem eftir lifði leiks. Kristján Leifur varð svo fyrir sömu meiðslum í öðrum leikhluta og fór sömu leið. Þeir ættu þó ekki að vera lengi frá, þó Kristján muni líklega hvíla á morgun og stefnt að því að hann verði klár í leikina á laugardag og sunnudag. Það er erfitt að taka einhvern einn úr í íslenska liðinu í dag sem er bara jákvætt, enda til merkis um að leiðsheildin var sterk. Kári Jónsson gerði þó 26 stig (og gaf 4 stoðsendingar) á 24 mínútum og lék mjög vel. Hilmir Kristjánsson hefur komið mjög sterkur af bekknum síðustu leiki og hann hélt uppteknum hætti í dag; gerði 16 stig og tók 6 fráköst. Brynjar Magnús Friðriksson átti flottan leik og skilaði 9 stigum og 6 fráköstum. Jón Axel Guðmundsson var rólegri í stigaskori en átti flottan alhliða leik: 8 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst og 3 stolnir boltar á 21 mín. Hjálmar Stefánsson var með 8 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta. Högni Fjalarsson gerði 8 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10088-H-2-1.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Leifur Sigfinnur Garðarsson dæmdi í dag leik Íra og Rúmena í milliriðli um sæti 17-22. Íslenska liðið mætir Norðmönnum kl 15:15 að íslenskum tíma á morgun. Minnum jafnframt að svipmyndir úr leikjunum eru á karfan.is en þar er komið myndband úr leiknum gegn Ísrael.
Stórsigur gegn Makdedóníu hjá U18 karla í milliriðli
30 júl. 2014Strákarnir í U18 hófu leik í milliriðli í dag er þeir mættu Makedóníu hér í Sofia. Strákarnir sýndu það í verki að þeir eru búnir að jafna sig eftir vonbrigði riðlakeppninnar og mættu gríðarlega stemmdir með öflugan varnarleik að vopni og samvinnan sóknarlega var reyndar líka til fyrirmyndar. Lokatölur urðu 53-84 fyrir Ísland. Ísland og Makedónía eru með Norðmönnum og Austurríki í milliriðli og Ísland og Noregur taka sigrana með sér úr riðlakeppninni (Ísland gegn Austurríki og Norðmenn gegn Makedóníu) og fyrr í dag sigruðu svo Austurríkismenn lið Norðmanna með þremur stigum í hörkuleik. Staðan eftir daginn í dag er því þannig að Ísland er með tvo sigra, Austurríki og Noregur hafa einn sigur og Makedónía er enn án sigurs. Strákarnir eru í sterkri innbyrðis stöðu sömuleiðis en þeir ætla sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur gegn Norðmönnum á morgun. Til að gera langa sögu stutta þá byrjuðu strákarnir leikinn af miklum krafti og náðu snemma yfirhöndinni. Varnarleikurinn var þéttur og miðherji Makedóníu sem var þeirra sterkasti maður var tvöfaldaður á blokkinni og það gerði Makedónum erfitt fyrir. Íslenska liðið stal mörgum boltum og skoraði töluvert af stigum úr hraðupphlaupum. Eini gallinn við fyrri hálfleik var að Magnús Már Traustason sneri ökkla 11 sekúndum eftir að hann kom inn í fyrsta leikhluta og var ákveðið að hvíla hann það sem eftir lifði leiks. Kristján Leifur varð svo fyrir sömu meiðslum í öðrum leikhluta og fór sömu leið. Þeir ættu þó ekki að vera lengi frá, þó Kristján muni líklega hvíla á morgun og stefnt að því að hann verði klár í leikina á laugardag og sunnudag. Það er erfitt að taka einhvern einn úr í íslenska liðinu í dag sem er bara jákvætt, enda til merkis um að leiðsheildin var sterk. Kári Jónsson gerði þó 26 stig (og gaf 4 stoðsendingar) á 24 mínútum og lék mjög vel. Hilmir Kristjánsson hefur komið mjög sterkur af bekknum síðustu leiki og hann hélt uppteknum hætti í dag; gerði 16 stig og tók 6 fráköst. Brynjar Magnús Friðriksson átti flottan leik og skilaði 9 stigum og 6 fráköstum. Jón Axel Guðmundsson var rólegri í stigaskori en átti flottan alhliða leik: 8 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst og 3 stolnir boltar á 21 mín. Hjálmar Stefánsson var með 8 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta. Högni Fjalarsson gerði 8 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10088-H-2-1.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Leifur Sigfinnur Garðarsson dæmdi í dag leik Íra og Rúmena í milliriðli um sæti 17-22. Íslenska liðið mætir Norðmönnum kl 15:15 að íslenskum tíma á morgun. Minnum jafnframt að svipmyndir úr leikjunum eru á karfan.is en þar er komið myndband úr leiknum gegn Ísrael.