28 júl. 2014Leifur Sigfinnur Garðarsson FIBA dómari dæmir í dag sinn fimmta leik á fimm dögum á EM U18 karla í Búlgaríu. Leifur dæmir að þessu sinni leik Ungverja og Rúmena í B riðli. Þess má geta að Leifur endurnýjaði FIBA réttindi sín í vor. Það er nóg að gera hjá dómurum rétt eins og leikmönnum og hefur Leifur haft í nógu að snúast. Leikurinn sem hann dæmir í dag fer fram á sama tíma og Ísland og Ísrael mætast en mótið fer fram í tveimur höllum. Til þessa hefur Leifur dæmt eftirtalda leiki: Danmörk vs Írland Írland vs Portúgal Þýskaland vs Eistland Danmörk vs Skotland Ungverjaland vs Rúmenía Á morgun er frídagur þar sem riðlakeppni lýkur í dag. Á miðvikudag og fimmtudag eru svo leikir í milliriðlum og á föstudag er annar frídagur áður en mótið klárast á laugardag og sunnudag með krossspili og leik um sæti.
Leifur dæmir sinn fimmta leik í Búlgaríu
28 júl. 2014Leifur Sigfinnur Garðarsson FIBA dómari dæmir í dag sinn fimmta leik á fimm dögum á EM U18 karla í Búlgaríu. Leifur dæmir að þessu sinni leik Ungverja og Rúmena í B riðli. Þess má geta að Leifur endurnýjaði FIBA réttindi sín í vor. Það er nóg að gera hjá dómurum rétt eins og leikmönnum og hefur Leifur haft í nógu að snúast. Leikurinn sem hann dæmir í dag fer fram á sama tíma og Ísland og Ísrael mætast en mótið fer fram í tveimur höllum. Til þessa hefur Leifur dæmt eftirtalda leiki: Danmörk vs Írland Írland vs Portúgal Þýskaland vs Eistland Danmörk vs Skotland Ungverjaland vs Rúmenía Á morgun er frídagur þar sem riðlakeppni lýkur í dag. Á miðvikudag og fimmtudag eru svo leikir í milliriðlum og á föstudag er annar frídagur áður en mótið klárast á laugardag og sunnudag með krossspili og leik um sæti.