27 júl. 2014U18 ára landslið karla lék í dag fjórða og næstsíðasta leik sinn í riðlakeppni EM er þeir mættu Georgíu. Íslenska liðið sigraði 86-80 en strákarnir náðu mest 22ja stiga forystu í síðari hálfleik en misstu einbeitinguna augnablik sem gaf Georgíumönnum færi á að minnka muninn en sigurinn svosem aldrei í hættu. Georgíumenn höfðu tapað öllum leikjum sínum í riðlinum og ætluðu að selja sig dýrt í dag. Þeir mættu til leiks með 2:3 svæðisvörn en íslenska liðið sýndi mátt sinn fyrir utan 3ja stiga línuna fljótlega sem gerði Georgíumönnum erfitt fyrir. Kristinn Pálsson fékk snemma 3 villur fyrir litlar sakir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-24 og ljóst að sóknarleikurinn var ekki vandinn sem þurfti að taka á fyrir framhaldið. Strákarnir þéttu varnarleikinn þegar kom í annan leikhluta og leikmenn af bekk komu með sterka innkomu. Magnús Már var lunkinn í teignum og fann glufur gegn svæðisvörninni, Daði Lár stýrði leiknum vel og setti góð skot fyrir utan og þeir Pétur og Hilmir komu sömuleiðis með ógn fyrir utan. Kristján Leifur var svo að vinna vel með Magnúsi í teignum og íslenska liðið var komið yfir 37-48 í hálfleik. Strákarnir sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta þegar þeir héldu áhlaupinu áfram og lögðu grunninn að góðum sigri. Staðan eftir leikhlutann var 54-74 og réðu Georgíumenn illa við hraðann á íslenska liðinu, þar sem liðið var létt og hratt þó svo það hafi ekki mikið farið fyrir hæðinni með Magnús og Hjálmar í teignum og þá Kára, Jón Axel og Kristinn fyrir utan. Fjórði leikhluti var því í raun formsatriði en strákarnir urðu heldur kærulausir og fóru að taka ótímabær skot í stað þess að nýta klukku og láta tímann vinna með sér og Georgíumenn voru alls ekkert á því að gefast upp. Þeir söxuðu á forskotið en sigurinn var þó aldrei í hættu og góður sigur staðreynd og því ljóst að íslenska liðið mætir Ísrael á morgun í hreinum úrslitaleik um 2. og 3. sætið í riðlinum. Það má búast við hörkuleik enda tvö góð körfuboltalið að mætast, en þess má geta að Ísrael lagði Eistland í dag í framlengdum leik. Það voru margir leikmenn íslenska liðsins sem að áttu mjög góðan dag. Það væri erfitt að taka einhvern einn eða tvo út en liðsheildin var aðall liðsins og komu t.a.m. 43 af 86 stigum liðsins frá bekknum að þessu sinni. Strákarnir hafa einnig fengið hrós frá fjölmörgum á mótinu fyrir góða samvinnu og 25 stoðsendingar í dag voru gott merki þess að þeir eru að vinna vel fyrir hvern annan. Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur með 18 stig, Magnús Már Traustason gerði 12 stig og Hilmir Kristjánsson gerði 10 stig en ellefu leikmenn skoruðu fyrir liðið í dag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10086-D-12-4.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_300.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Leikurinn á morgun er snemma, eða klukkan 10:45 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með tölfræðinni á www.fibaeurope.com [v+]https://www.youtube.com/watch?v=t2WRxh6Z-4Y&feature=youtu.be[v-]Myndband úr leiknum gegn Austurríki í gær[slod-]
Góður sigur gegn Georgíu hjá U18 karla
27 júl. 2014U18 ára landslið karla lék í dag fjórða og næstsíðasta leik sinn í riðlakeppni EM er þeir mættu Georgíu. Íslenska liðið sigraði 86-80 en strákarnir náðu mest 22ja stiga forystu í síðari hálfleik en misstu einbeitinguna augnablik sem gaf Georgíumönnum færi á að minnka muninn en sigurinn svosem aldrei í hættu. Georgíumenn höfðu tapað öllum leikjum sínum í riðlinum og ætluðu að selja sig dýrt í dag. Þeir mættu til leiks með 2:3 svæðisvörn en íslenska liðið sýndi mátt sinn fyrir utan 3ja stiga línuna fljótlega sem gerði Georgíumönnum erfitt fyrir. Kristinn Pálsson fékk snemma 3 villur fyrir litlar sakir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-24 og ljóst að sóknarleikurinn var ekki vandinn sem þurfti að taka á fyrir framhaldið. Strákarnir þéttu varnarleikinn þegar kom í annan leikhluta og leikmenn af bekk komu með sterka innkomu. Magnús Már var lunkinn í teignum og fann glufur gegn svæðisvörninni, Daði Lár stýrði leiknum vel og setti góð skot fyrir utan og þeir Pétur og Hilmir komu sömuleiðis með ógn fyrir utan. Kristján Leifur var svo að vinna vel með Magnúsi í teignum og íslenska liðið var komið yfir 37-48 í hálfleik. Strákarnir sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta þegar þeir héldu áhlaupinu áfram og lögðu grunninn að góðum sigri. Staðan eftir leikhlutann var 54-74 og réðu Georgíumenn illa við hraðann á íslenska liðinu, þar sem liðið var létt og hratt þó svo það hafi ekki mikið farið fyrir hæðinni með Magnús og Hjálmar í teignum og þá Kára, Jón Axel og Kristinn fyrir utan. Fjórði leikhluti var því í raun formsatriði en strákarnir urðu heldur kærulausir og fóru að taka ótímabær skot í stað þess að nýta klukku og láta tímann vinna með sér og Georgíumenn voru alls ekkert á því að gefast upp. Þeir söxuðu á forskotið en sigurinn var þó aldrei í hættu og góður sigur staðreynd og því ljóst að íslenska liðið mætir Ísrael á morgun í hreinum úrslitaleik um 2. og 3. sætið í riðlinum. Það má búast við hörkuleik enda tvö góð körfuboltalið að mætast, en þess má geta að Ísrael lagði Eistland í dag í framlengdum leik. Það voru margir leikmenn íslenska liðsins sem að áttu mjög góðan dag. Það væri erfitt að taka einhvern einn eða tvo út en liðsheildin var aðall liðsins og komu t.a.m. 43 af 86 stigum liðsins frá bekknum að þessu sinni. Strákarnir hafa einnig fengið hrós frá fjölmörgum á mótinu fyrir góða samvinnu og 25 stoðsendingar í dag voru gott merki þess að þeir eru að vinna vel fyrir hvern annan. Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur með 18 stig, Magnús Már Traustason gerði 12 stig og Hilmir Kristjánsson gerði 10 stig en ellefu leikmenn skoruðu fyrir liðið í dag. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10086-D-12-4.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_300.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Leikurinn á morgun er snemma, eða klukkan 10:45 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með tölfræðinni á www.fibaeurope.com [v+]https://www.youtube.com/watch?v=t2WRxh6Z-4Y&feature=youtu.be[v-]Myndband úr leiknum gegn Austurríki í gær[slod-]