25 júl. 2014Í dag léku stelpurnar í u18 við Svisslendinga á EM í Rúmeníu. Ísland, Sviss og Danmörk höfnuðu neðst í milliriðlum og er það því þeirra hlutskipti að leika um sæti 15-17 í mótinu. Það er eiginlega algjör synd að Ísland skuli vera í þessari stöðu, þar sem liðið hefur leikið góðan körfubolta á löngum köflum og tapað mörgum spennandi leikjum. Ísland hafði einungis sigrað einn leik í mótinu og kom sá sigur einmitt gegn Svisslendingum í riðlakeppninni. Íslendingar byrjuðu leikinn betur og náðu frumkvæðinu i leiknum. Sviss spilaði „triangle+2“ þar sem þær Guðlaug og Sara voru teknar úr umferð. Hinum íslensku stúlkunum létu sér fátt um finnast og skoruðu þær Bríet, Sandra og Elsa allar góðar körfur sem leiddu til þess að Svisslendingar breyttu yfir í 2-3 svæðisvörn. Eftir að Svisslendingar breyttu um vörn náðu þær aðeins að laga sinn leik og var staðan að loknum leikhlutanum 12-13 fyrir Ísland. Í 2. leikhluta var jafnræði með liðunum. Bæði lið virtust frekar lúin eftir undangengna leiki enda var þetta 7. leikurinn sem hvort lið um sig var að spila á aðeins 9 dögum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja hafði Ísland eins stigs forystu, 30-29. Í hálfleik ákvað þjálfarateymi Íslands að skipta yfir í svæðisvörn og reyndist það vel í síðari hálfleiknum. Svisslendingum gekk afar illa að skora í 3. leikhluta og skoruðu aðeins 8 stig en Íslendingar með Söru Rún fremsta í flokki skoruðu hins vegar 14 stig. Staðan var því fyrir lokaleikhlutann 44-37. Í lokaleikhlutanum náðu Svisslendingar þriggja stiga forystu og kom þá sigurviljinn og ákveðnin í ljós hjá íslenska liðinu. Tvær stórar þriggja stiga körfur frá Söru og Guðlaugu innsigluðu íslenskan sigur, 57-49. Sigurinn var flottur hjá íslenska liðinu og gátu þær gengið stolltar af velli. Baráttan var ótrúlega flott hjá stelpunum og til merkis um það verður að nefna Söndru Lind, fyrirliða, sem lék í 21 mínútu nánast á öðrum fæti vegna meiðsla sem hún hlaut í leiknum gegn Rúmeníu í fyrradag. Stigaskor: Sara Rún 20 stig (10 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolnir boltar) Bríet Sif 13 stig (3 fráköst, 4 stolnir boltar og 2 stoðsendingar) Elsa Rún 10 stig (6 fráköst) Guðlaug Björt 6 stig (5 fráköst, 3 stoðsendingar) Sandra Lind 4 stig (3 fráköst) Sólrún Inga 2 stig (5 fráköst) Nína Jenný 2 stig Maður leiksins að þessu sinni steig vel upp með mikilli baráttu og sínum besta leik í mótinu til þessa var Bríet Sif Hinriksdóttir. Stelpan hitnaði vel í sólinni í gær og tók það greinilega með sér í leikinn og setti meðal annars 3 fallegar þriggja stiga körfur.
Sigur í Rúmeníu
25 júl. 2014Í dag léku stelpurnar í u18 við Svisslendinga á EM í Rúmeníu. Ísland, Sviss og Danmörk höfnuðu neðst í milliriðlum og er það því þeirra hlutskipti að leika um sæti 15-17 í mótinu. Það er eiginlega algjör synd að Ísland skuli vera í þessari stöðu, þar sem liðið hefur leikið góðan körfubolta á löngum köflum og tapað mörgum spennandi leikjum. Ísland hafði einungis sigrað einn leik í mótinu og kom sá sigur einmitt gegn Svisslendingum í riðlakeppninni. Íslendingar byrjuðu leikinn betur og náðu frumkvæðinu i leiknum. Sviss spilaði „triangle+2“ þar sem þær Guðlaug og Sara voru teknar úr umferð. Hinum íslensku stúlkunum létu sér fátt um finnast og skoruðu þær Bríet, Sandra og Elsa allar góðar körfur sem leiddu til þess að Svisslendingar breyttu yfir í 2-3 svæðisvörn. Eftir að Svisslendingar breyttu um vörn náðu þær aðeins að laga sinn leik og var staðan að loknum leikhlutanum 12-13 fyrir Ísland. Í 2. leikhluta var jafnræði með liðunum. Bæði lið virtust frekar lúin eftir undangengna leiki enda var þetta 7. leikurinn sem hvort lið um sig var að spila á aðeins 9 dögum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja hafði Ísland eins stigs forystu, 30-29. Í hálfleik ákvað þjálfarateymi Íslands að skipta yfir í svæðisvörn og reyndist það vel í síðari hálfleiknum. Svisslendingum gekk afar illa að skora í 3. leikhluta og skoruðu aðeins 8 stig en Íslendingar með Söru Rún fremsta í flokki skoruðu hins vegar 14 stig. Staðan var því fyrir lokaleikhlutann 44-37. Í lokaleikhlutanum náðu Svisslendingar þriggja stiga forystu og kom þá sigurviljinn og ákveðnin í ljós hjá íslenska liðinu. Tvær stórar þriggja stiga körfur frá Söru og Guðlaugu innsigluðu íslenskan sigur, 57-49. Sigurinn var flottur hjá íslenska liðinu og gátu þær gengið stolltar af velli. Baráttan var ótrúlega flott hjá stelpunum og til merkis um það verður að nefna Söndru Lind, fyrirliða, sem lék í 21 mínútu nánast á öðrum fæti vegna meiðsla sem hún hlaut í leiknum gegn Rúmeníu í fyrradag. Stigaskor: Sara Rún 20 stig (10 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolnir boltar) Bríet Sif 13 stig (3 fráköst, 4 stolnir boltar og 2 stoðsendingar) Elsa Rún 10 stig (6 fráköst) Guðlaug Björt 6 stig (5 fráköst, 3 stoðsendingar) Sandra Lind 4 stig (3 fráköst) Sólrún Inga 2 stig (5 fráköst) Nína Jenný 2 stig Maður leiksins að þessu sinni steig vel upp með mikilli baráttu og sínum besta leik í mótinu til þessa var Bríet Sif Hinriksdóttir. Stelpan hitnaði vel í sólinni í gær og tók það greinilega með sér í leikinn og setti meðal annars 3 fallegar þriggja stiga körfur.