25 júl. 2014U18 karla lék sinn annan leik í riðlakeppni EM í dag er þeir mættu sterku liði Þjóðverja. Þjóðverjar höfðu 60-58 sigur í spennuleik en staðan í hálfleik var 32-28. Íslenska liðið mætti kröftugt til leiks og skoruðu sjö fyrstu stig leiksins. Þjóðverjum virtist brugðið og strákarnir voru að leika á alls oddi. Þýska liðið er geysiöflugt og þeir sýndu styrk sinn og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn þar sem tveir af bakvörðum þeirra voru að skjóta vel fyrir utan (hittu úr 7 af 10 þristum í fyrri hálfleiknum) sem gaf þeim forystu í hálfleiknum en þeir hafa einnig stóra stráka sem að létu okkar menn hafa vel fyrir hlutunum í baráttunni í teignum. Íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn ágætlega en þegar staðan var jöfn um miðjan þriðja leikhluta kom slæmur kafli og þýska liðið gerði 8 stig í röð. Þessi forysta reyndist okkar mönnum erfið þó baráttan væri vissulega til staðar. Varnarleikur okkar manna efldist og lokamínúturnar voru spennandi og það vantaði sáralítið upp á fyrir íslenska liðið þegar uppi var staðið. Kári Jónsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig, Jón Axel Guðmundsson gerði 10 stig og tók að auki 10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson var með 10 stig og 4 fráköst og Kristinn Pálsson gerði einnig 10 stig, tók 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Þá var Hjálmar Stefánsson með 9 stig og 12 fráköst en hann gerði einnig vel varnarlega í teignum gegn stærri og þyngri mönnum. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10086-D-5-2.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Strákarnir leika á morgun gegn Austurríki og sá leikur er kl 17:30 að íslenskum tíma. Austurríkismenn unnu Georgíu í fyrsta leik og töpuðu svo í kvöld gegn Ísrael. Það er því ljóst að sigur þarf að vinnast á morgun til að halda í baráttuna um tvö efstu sætin sem gefa réttinn í 8 liða úrslitin.
2ja stiga tap gegn Þjóðverjum hjá U18 karla
25 júl. 2014U18 karla lék sinn annan leik í riðlakeppni EM í dag er þeir mættu sterku liði Þjóðverja. Þjóðverjar höfðu 60-58 sigur í spennuleik en staðan í hálfleik var 32-28. Íslenska liðið mætti kröftugt til leiks og skoruðu sjö fyrstu stig leiksins. Þjóðverjum virtist brugðið og strákarnir voru að leika á alls oddi. Þýska liðið er geysiöflugt og þeir sýndu styrk sinn og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn þar sem tveir af bakvörðum þeirra voru að skjóta vel fyrir utan (hittu úr 7 af 10 þristum í fyrri hálfleiknum) sem gaf þeim forystu í hálfleiknum en þeir hafa einnig stóra stráka sem að létu okkar menn hafa vel fyrir hlutunum í baráttunni í teignum. Íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn ágætlega en þegar staðan var jöfn um miðjan þriðja leikhluta kom slæmur kafli og þýska liðið gerði 8 stig í röð. Þessi forysta reyndist okkar mönnum erfið þó baráttan væri vissulega til staðar. Varnarleikur okkar manna efldist og lokamínúturnar voru spennandi og það vantaði sáralítið upp á fyrir íslenska liðið þegar uppi var staðið. Kári Jónsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig, Jón Axel Guðmundsson gerði 10 stig og tók að auki 10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson var með 10 stig og 4 fráköst og Kristinn Pálsson gerði einnig 10 stig, tók 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Þá var Hjálmar Stefánsson með 9 stig og 12 fráköst en hann gerði einnig vel varnarlega í teignum gegn stærri og þyngri mönnum. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10086-D-5-2.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10068.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Strákarnir leika á morgun gegn Austurríki og sá leikur er kl 17:30 að íslenskum tíma. Austurríkismenn unnu Georgíu í fyrsta leik og töpuðu svo í kvöld gegn Ísrael. Það er því ljóst að sigur þarf að vinnast á morgun til að halda í baráttuna um tvö efstu sætin sem gefa réttinn í 8 liða úrslitin.