24 júl. 2014U18 ára landslið karla lék í dag fyrsta leik sinn í B deild Evrópukeppninnar í Sofia í Búlgaríu. Strákarnir eru í D riðli og voru Eistar þeirra fyrsti andstæðingur. Okkar menn voru í sjálfu sér ekki að leika illa í fyrri hálfleik, þar sem varnarleikurinn var heilt yfir sterkur en sóknarmegin var vöntun á betri skotnýtingu. Þessi lið mættust á NM í lok maí og höfðu okkar menn þar góðan sigur rétt eins og í dag en lokatölur urðu 72-45. Byrjunarlið íslenska liðsins var skipað þeim Kára Jónssyni, Jóni Axel Guðmundssyni, Kristni Pálssyni, Hjálmari Stefánssyni og Brynjari Magnúsi Friðrikssyni. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 14-9 og 10 leikmenn höfðu þegar komið við sögu. Forystan var enn fimm stig í hálfleik (29-24) og hittnin í raun vandi íslenska liðsins. Strákarnir höfðu sem dæmi tekið átta 3ja stiga skot án þess að nokkuð færi niður en á meðan vörnin var að halda var forystan svosem alltaf til staðar. Síðari hálfleikurinn var mun kraftmeiri. Íslenska liðið byrjaði með látum og náði 15-0 spretti um miðbik 3ja leikhluta og læstu leiknum í rauninni með þeim sprett. Allir leikmenn liðsins komu við sögu í síðari hálfleik og tíu af tólf leikmönnum komust á blað í stigaskori. Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 21 stig og tók að auki 3 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Kári Jónsson kom honum næstur með 12 stig og Magnús Már Traustason gerði 10 stig. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10086-D-1-1.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10086.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Tölfræðimolar dagsins: - Íslenska liðið gerði 50 stig í teignum í dag gegn 14 stigum Eista - Hraðupphlaupsstigin voru 21 gegn 8 stigum Eista - Íslenski bekkurinn skilaði 28 stigum á meðan bekkurinn hjá Eistum skilaði 19 - Ellefu af tólf leikmönnum Íslands léku 10 mínútur eða meira og sá tólfti lék 8:57 mín Á morgun leikur lið Íslands gegn Þjóðverjum sem virðast hreinlega sterkasta liðið á mótinu ef miðað er við úrslit úr æfingaleikjum þeirra undanfarið gegn A þjóðum og það verður því verðugt verkefni fyrir drengina. Þjóðverjar leiða með 18 stigum í fyrri hálfleik gegn Ísrael þegar þetta er skrifað en þessi tvö lið eru úr efstu styrkleikaflokkum í riðlinum. Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:15 að staðartíma (klukkan 15:15 heima). Hópurinn ber fyrir kveðju heim, en þess má geta að stefnt er að því að svipmyndir úr leiknum komi á karfan.is í kvöld eða á morgun.
Öruggt gegn Eistum í fyrsta leik hjá U18 karla
24 júl. 2014U18 ára landslið karla lék í dag fyrsta leik sinn í B deild Evrópukeppninnar í Sofia í Búlgaríu. Strákarnir eru í D riðli og voru Eistar þeirra fyrsti andstæðingur. Okkar menn voru í sjálfu sér ekki að leika illa í fyrri hálfleik, þar sem varnarleikurinn var heilt yfir sterkur en sóknarmegin var vöntun á betri skotnýtingu. Þessi lið mættust á NM í lok maí og höfðu okkar menn þar góðan sigur rétt eins og í dag en lokatölur urðu 72-45. Byrjunarlið íslenska liðsins var skipað þeim Kára Jónssyni, Jóni Axel Guðmundssyni, Kristni Pálssyni, Hjálmari Stefánssyni og Brynjari Magnúsi Friðrikssyni. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 14-9 og 10 leikmenn höfðu þegar komið við sögu. Forystan var enn fimm stig í hálfleik (29-24) og hittnin í raun vandi íslenska liðsins. Strákarnir höfðu sem dæmi tekið átta 3ja stiga skot án þess að nokkuð færi niður en á meðan vörnin var að halda var forystan svosem alltaf til staðar. Síðari hálfleikurinn var mun kraftmeiri. Íslenska liðið byrjaði með látum og náði 15-0 spretti um miðbik 3ja leikhluta og læstu leiknum í rauninni með þeim sprett. Allir leikmenn liðsins komu við sögu í síðari hálfleik og tíu af tólf leikmönnum komust á blað í stigaskori. Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 21 stig og tók að auki 3 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Kári Jónsson kom honum næstur með 12 stig og Magnús Már Traustason gerði 10 stig. [v+]http://u18men.fibaeurope.com/enDivB/cid_vxfp6gWIJ5oSOkc7ox4BA3.gameID_10086-D-1-1.compID_8aYeHlfuGF-mF5IqO8aFH1.season_2014.roundID_10086.teamID_.html[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Tölfræðimolar dagsins: - Íslenska liðið gerði 50 stig í teignum í dag gegn 14 stigum Eista - Hraðupphlaupsstigin voru 21 gegn 8 stigum Eista - Íslenski bekkurinn skilaði 28 stigum á meðan bekkurinn hjá Eistum skilaði 19 - Ellefu af tólf leikmönnum Íslands léku 10 mínútur eða meira og sá tólfti lék 8:57 mín Á morgun leikur lið Íslands gegn Þjóðverjum sem virðast hreinlega sterkasta liðið á mótinu ef miðað er við úrslit úr æfingaleikjum þeirra undanfarið gegn A þjóðum og það verður því verðugt verkefni fyrir drengina. Þjóðverjar leiða með 18 stigum í fyrri hálfleik gegn Ísrael þegar þetta er skrifað en þessi tvö lið eru úr efstu styrkleikaflokkum í riðlinum. Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:15 að staðartíma (klukkan 15:15 heima). Hópurinn ber fyrir kveðju heim, en þess má geta að stefnt er að því að svipmyndir úr leiknum komi á karfan.is í kvöld eða á morgun.