21 júl. 2014Íslenska liðið mætti vel stemmt til leiks og sóknarleikur þeirra var ágætur en vörnin sat á hakanum í kjölfarið sem skilaði Dönum 26 stigum í leikhlutanum. Staðan að loknum 1. leikhluta var 26-17 Dönum í vil. Í 2. leikhluta tókst Íslendingum að bæta varnaleikinn og stelpurnar spiluðu áfram glimrandi góðan sóknarleik. Undir lok hálfleiksins skoraði Guðbjörg Ósk Einarsdóttir þriggja stiga flautukörfu úr horninu og minnkaði muninn niður í 4 stig, 41-37. Í 3. leikhluta héldu Íslendingar áfram að spila vel og náðu forystu fyrir lokaleikhlutann 57-54. Danir voru mjög baráttuglaðir í fráköstum í 3.leikhluta eins og allan leikinn. Í 4. leikhluta var baráttan í algleymingi og liðin skiptust á að hafa forystu. Íslendingar lentu í villuvandræðum og misstu Söndru Lind útaf með 5 villur þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Á lokaandartökum leiksins dæmdu dómarar leiksins mjög umdeildan ruðning á Söru Rún, sem var jafnframt hennar 5. villa í leiknum. Þetta gerðist þegar 6,5 sekúndur voru eftir af leiknum og fengu Danir boltann á kjörstað en Íslendingar stóðust síðustu sókn Dana og grípa þurfti til framlengingar. Í framlengingunni var allt á suðupunkti og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var en að þessu sinni fell hann hendur danska liðsins. Þessi ósigur hefur lítið að segja upp á framhaldið en fyrir leikinn var vitað að íslenska liðið myndi spila um 9.-17. sæti í mótinu. Sú keppni hefst á morgun þar sem Íslendingar mæta sterku liði Bosníu og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. Stigaskor: Sara Rún 27 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar, 8 fiskaðar villur og 4 stolna bolta) Bríet Sif 12 stig (2 stoðsendingar) Þóra Kristín 12 stig (80% skotnýting, 100% vítanýting og 3 stoðsendingar) Guðlaug Björt 11 stig (5 fráköst, 3 stoðsendingar) Elsa Rún 7 stig (5 fráköst, 2 stoðsendingar og 5 fiskaðar villur) Guðbjörg 6 stig (2/2 í þristum) Margrét Ósk 5 stig Sandra Lind 4 stig (3 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolnir boltar) Sólrún S með 1 stig (3 fráköst)