18 júl. 2014Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotum í dag í undanúrslitum Evrópukeppni Smáþjóða í St. Pölten í Austurríki en leikurinn hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Sigurvegari leiksins mætir annaðhvort Austurríki eða Möltu í úrslitaleiknum á morgun. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, meiddist á ökkla í sigrinum á Gíbraltar og æfði ekkert síðustu daga. Helena var hinsvegar með á æfingunni í morgun og er klár fyrir leikinn á móti Skotum. Helena mun því spila fimmtugasta A-landsleik sinn gegn Skotlandi og er hún áttunda íslenska konan sem nær þeim áfanga. Signý Hermannsdóttir var síðust á undan henni þegar hún bættist í hópinn fyrir tæpum sex árum. Anna María Sveinsdóttir var fyrsta íslenska konan sem spilaði fimmtíu A-landsleik en því náði hún árið 2000. Anna María var þá búin að spila 50 af fyrstu 64 leikjum íslenska kvennalandsliðsins. Anna María var fyrsta íslenska konan til þess að spila 10., 20., 30., 40., 50. og 60. landsleikinn. Birna Valgarðsdóttir varð aftur á móti sú fyrsta til að spila 70 landsleiki. Leikur Íslands og Skotlands hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og það er bæði hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðu FIBA Europe sem og að horfa leikinn í beinni á netinu með því að smella [v+]http://new.livestream.com/seq/ecscw-12a [v-]hérna[slod-]. Íslenskar konur í 50 landsleikja klúbbnum: 1. Hildur Sigurðardóttir 77 (78. leikurinn í dag) 2. Birna Valgarðsdóttir 76 3. Signý Hermannsdóttir 61 4. Anna María Sveinsdóttir 60 5. Guðbjörg Norðfjörð 53 5. Helga Þorvaldsdóttir 53 7. Alda Leif Jónsdóttir 52 8. Helena Sverrisdóttir 49 (50. leikurinn í dag) Hvenær komust þær í 50 landsleikja klúbbinn: 1. Anna María Sveinsdóttir 30 ára (í leik 64 - 30. apríl 2000) 2. Guðbjörg Norðfjörð 30 ára (í leik 74 - 19. júní 2002) 3. Birna Valgarðsdóttir 28 ára (í leik 91 - 28. júlí 2004) 4. Helga Þorvaldsdóttir 28 ára (í leik 102 - 21. maí 2005) 5. Alda Leif Jónsdóttir 26 ára (í leik 104 - 31.maí 2005) 6. Hildur Sigurðardóttir 25 ára (í leik 110 - 1. september 2007) 7. Signý Hermannsdóttir 29 ára (í leik 118 - 30. ágúst 2008) 8. Helena Sverrisdóttir 26 ára (í leik 141 - 18. júlí 2014)